Meistaraflokkur og 2. flokkur ATH

Sameiginleg æfing hjá meistaraflokki og 2. flokki í kvöld

 

Fundur vegna keppnisferðar A og B hópa til Reykjavíkur 4.-6.des

ÁRÍÐANDI !!!

Fundur með foreldrum A og B keppenda verður haldinn í Skautahöll þriðjudaginn 24.nóvember kl. 20:00

Mikilvægt er að foreldrar mæti.  Rætt verður um fyrirkomulag ferðar til Reykjavíkur 4.-6.desember.

Stjórn foreldrafélagsins.

Basic test æfingar

Það sem eftir er af haustönninni verður fyrirkomulagið með því móti að þriðjudagsmorgunæfingarnar (06:30-07:20) og sunnudagsmorgunæfingarnar (08:00-08:40) verða eingöngu basic test æfingar. Basic test æfingarnar verða ekki æfðar á öðrum tímum. Ath. þeir sem hyggjast taka basic test þetta skautaárið (janúar/apríl) munið að þessar æfingar þarf að æfa jafnt og þétt allt tímabilið. Basic test verður í eftirtöldum keppnisflokkum í vor: 8 ára og yngri A og B, 10 ára og yngri A og B, 12 ára og yngri A og B, Novice A og B. Þeir sem hyggjast keppa næsta skautaár í einhverjum eftirtalinna flokka þurfa að taka próf í vor. Þeir sem hafa nú þegar lokið prófi og keppa áfram í sama flokki næsta skautatímabil þurfa ekki að taka próf aftur í vor.

ATH! Næstu 3 vikur þá verður þriðjudagsmorgunæfingin á fimmtudagsmorgni, æfingin verður á sama tíma og með sama fyrirkomulagi. (Æfingin 3. desember fellur þó niður vegna keppnisferðar A og B keppenda til Reykjavíkur)

Gimli Cup - 6. umferð

Sjötta og næststíðasta umferðin í Gimli Cup fer fram í kvöld kl. 20-22.

"Full contact curling" eða bara stærri pökkur í hokkíinu?

Er hægt að búa til eina íþrótt úr krullu og íshokkí?

Breyttar æfingar vegna C-móts

Næsta sunnudag, 22. nóvember, verður haldið innanfélagsmót fyrir C keppendur. Vegna undirbúnings fyrir það mót breytast æfingar örlítið á föstudag, laugardag og sunnudag. Sjá lesa meira.

Keppnisröð og tímatafla C-móts

Hér er að finna keppnisröð, tímatöflu og mætingatíma mótsins sem haldið verður á morgun fyrir alla C iðkendur LSA.

MONDOR skautabuxur

Ég á til einar mondor skautabuxur í nr. small ( sp ) og aðrar í XL ef þig vantar buxur þá endilega hafðu samband fyrstur kemur fyrstur fær. TILVALIÐ Í JÓLAPAKKANN.

Allý- 8955804 / allyha@simnet.is

Mfl. og 3.fl. mæting í rútuna í fyrramálið er kl. 11,00

Þeir sem fara með rútunni suður eiga að mæta kl. 11,00 inn í skautahöll, brottför kl. 11,20

KERTI

Hæ, enn eru til útikerti svo að þeir sem vilja selja þau geta haft samband, þeir sem eru búnir að selja sitt geta fengið fleiri.. þau eru seld á 1000 kr. og 500 kr. greitt til mín og þið fáið 500 kr. í ykkar vasa..

Allý - 8955804 / allyha@simnet.is