Aðalfundur Skautafélags Akureyrar

Aðalfundur Skautafélags Akureyrar verður haldinn þann 17. maí kl. 20:00 í Skautahöllinni. Fram fara venjuleg aðalfundarstörf.

Formaður félagsins hefur sent til formanna deildanna beiðni um að kannað verði hvort einhverjir hafi áhuga á að taka sæti í aðalstjórn félagsins. Reyndar er ekki alveg komið á hreint hverjir af núverandi stjórnarmönnum munu gefa kost á sér áfram en ljóst er að einhverjar breytingar verða. Talið er nauðsynlegt að hver deild eigi fulltrúa í aðalstjórninni, æskilegt að þar sitji tveir menn frá hverri deild. Auk þess er rétt að vekja athygli á breytingu sem tengist viðurkenningunni á SA sem fyrirmyndarfélagi ÍSÍ. Gerð er krafa um það í fyrirmyndarfélagi að hver deild sé með áheyrnarfulltrúa á aldrinum 16-25 ára í stjórn hjá sér.

Æfingatímar næstu 3 daga!

Hér getið þið séð æfingatíma næstu daga!

ATH!

Við viljum benda öllum á að fylgjast VEL með heimsíðunni næstu daga þar sem breytingar geta orðið með litlum fyrirvara.  Það er talsverð aðsókn hópa á svellið og vegna þess getur þurft að breyta æfingatímum.  Það er nóg að kíkja kvöldið áður til að vera viss!

Æfingar á föstudag og um helgina

Sjá "lesa meira"

Maraþon og æfingabúðir

Við hjá Listhlaupadeild  Skautafélags Akureyrar í samvinnu við Helgu þjálfara stefnum að því að hafa skautabúðir í lok júlí og 2 vikur í ágúst. Til að ná niður kostnaði þá ætlum við að fara í ýmsa fjáröflun, þar á meðal skautamaraþon. Við héldum fund með foreldrum í Skautahöllinni í kvöld og þar voru málin rædd.

Stjórn Listhlaupadeildar

Halló, halló! Okkur hjá Listhlaupadeildinni vantar a.m.k. 2 menn í stjórn fyrir næsta vetur. Hafið samband við Önnu Guðrúnu í síma 849-2468 eftir 16:30 á daginn. (Ekki eftir 22:00)

Æfingar næstu daga hjá 3. hóp og ABCDEFG!

Á morgun verða æfingar sem hér segir:

15:15-16=3. hópur ís

16-17=FG hópur ís

17-18=Fundur fyrir þá sem eru að fara suður á ÍSS námskeiðið um næstu helgi (Audrey, Sigrún, Ingibjörg, Telma, Helga, Urður, Birta, Elva Hrund, Guðrún B og Hrafnhildur Ósk)

18:30-19:15=AB ís

19:15-20=CDE ís

 

Æfingar á fimmtudag

15:15-16= 3. hópur

16-17=FG hópur / skautarar sem fara á námskeið ÍSS um helgina (hálft svell)

17-18=CDE

18-19=AB