og S.A. vann seinni leikinn!!

Já gott fólk S.A. vann seinni leikinn örugglega 8-4. Leikurinn spilaðist svipað og svo fyrri, en heldur meiri harka var í þessum leik. Óvist er hvort Tibor Tatar verður með í næsta leik því hann nældi sér í sturtu dóm þegar hann og Sergei Zak ákvöðu að stíga nettan dans. En næst á daskrá eru leikir við Narfa og munu þeir spilast á fimmtudaginn næsta og svo á laugardag.

S.A. vann fyrri leikinn!!!

S.A. var að klára fyrri leikinn 9-6, leikurinn var jafn til að byrja með, en síðan tóku S.A. menn öll völd á vellinum og var sigurinn aldrei í hættu. Eins og oft létu menn þó oft smáatriði fara í taugarnar á sér og uppskar þjálfari S.A. sturtudóm og nokkuð öruggt að eitthvað bann fylgji í kjölfarið á því. Hrólfur í lið bjarnarins tók nett spól og uppskar hann einnig sturtudóm. Þó svo að þessi tvö atriði höfðu sett sinn svip á leikinn, þá spilaðist hann prúðmannlega að hálfu beggja liða. Svo er bara að sjá hvernig seinni leikurinn fer og við vonum það besta. Við hvetjum fólk að rífa sér á lappir og mæta í höllina kl 10:00. ÁFRAM S.A.!!!

Landsbankamótið 4.fl.

Hægt verður að skoða leiki og úrslit okkar manna á tenglinum SA LEIKJASKRÁ LANDSBANKAMÓTS fljótlega eftir að leikjum lýkur ef allt gengur upp.

Meistaraflokkur: S.A. vs Björninn

Á laugardaginn kl 17:00 spilar S.A við Björninn, búast má við hörkuleik því liðinn eru að mætast í fyrsta sinn í vetur. Björninn er troðfullur af frískum strákum sem geta unnið hvaða lið sem er........á góðum degi. S.A. mun spila án Elmars og Einars Guðna því þeir munu taka út leikbönn, og munu því S.A. menn notast við yngri leikmenn í leiknum. Við hvetjum fólk að fjölmenna í höllina og styðja sína menn, seinni leikur S.A. og Bjarnarins verður á sunnudagsmorgun kl 10:00. Áfram S.A.!!!

Kvennaleikurinn á síðasta laugardag

SA stúlkur skelltu sér suður í borg óttans á laugardaginn og kepptu við Bjarnastúlkur um kvöldið kl 18:15. Eftir skemmtilega kynningu sem minnti á kynningar út í heimi byrjaði leikurinn af krafti.

Leikir Helgarinar á Akureyri

meira hér

4. flokksmót í Egilshöll um helgina

Það er mikið um að vera í hokkí um helgina því 4. flokkur fer suður til keppni í Egilshöll og verður farið af stað frá skautahöllinni kl 12.30 (mæting 12.00) á föstudag með rútu og þeir taka megnið af 5. flokki með sem B lið. Reikna má með að komið verði til baka um kvöldmatarleitið á sunnudag. Dagskráin er hér

Æfingaleikur við Narfa á fimmtudagskvöld

Mér sýndist á narfavefnum hjá Sigga Sig. að meistaraflokkurinn okkar hefði óskað eftir aðstoð narfamanna við upprifjun í íshokkí. Gaman verður að sjá hvort þessi kennslustund dugir okkar mönnum til sigurs um helgina gegn Birninum hér í Skautahöllinni á Akureyri (0;

Nýjar reglugerðir samþykktar í stjórn ÍHÍ

meira hér

Hokki leikur.

Skoðið þennan leik....http://www.b2.is/?sida=tengill&id=80236.