Old Boys "íshokkí námskeið"

Nú á að kenna okkur Old Boys spilurum betri skautatækni, skottækni og umfram allt staðsetningar og spil, ekki slæmt? (eða ekki veitir af). Reiknað er með tveimur síðustu vikunum í ágúst og verður æft 3x í viku og tveir tímar í senn. Þeir sem hafa áhuga eru beðnir að hafa samband við Björn Guðmundsson í síma 869-5060 til að skrá sig eða fá nánari útskýringar.

"Myndband" úr leikjum mfl. karla 2009

Þá er komið á YouTube,  myndband sem er í raun ekki myndband, heldur um 250 ljósmyndir teknar á leikjum meistaraflokks karla í vetur. Þær eru síðan settar saman í myndasýningu þar sem hver mynd er innan við 1 sek. á skjánum. Undir þessum myndum spilar lítt þekkt rokkhljómsveit frá Svíþjóð, Black Ingvars! Lagið hafa flestir heyrt. Þá er bara að smella hér, http://www.youtube.com/watch?v=Yntf_fnQ56k 

AÐALFUNDUR HOKKÍDILDARINNAR VERÐUR ÞANN 30. APRÍL

Fimmtudaginn 30. apríl verður aðalfundur hokkídeildarinnar haldinn í fundarherbergi Skautahallarinnar kl.20,00. Fundarefni, kosning stjórnar og önnur venjuleg aðalfundarstörf.     kveðja, Stjórn Hokkídeildar.

Flöskusöfnun 29 april kl 17:00

Foreldrafélagið stendur fyrir flöskusöfnun 29 april kl 17:15.  Allir iðkenndur 16 ára og yngir geta tekið þátt, fínt að safna upp í sumarnámskeiðið!

Gjaldkeraskipti hjá foreldrafélagi hokkídeildar.

Námskeið Hokkí101, 10 desember kl 18:00

Breytingar

Nú yfir helgina standa yfir breytingar á meistaraflokksklefanum. Allir meistaraflokksmenn eru hvattir til að MÆTA og leggja fram hjálparhönd.

Lokahóf hokkídeildar sunnudaginn 20 april 2008.

Lokahóf hokkídeildar sunnudaginn 20 april 2008.

 

6 og 7 flokkur ásamt byrjendum mæta kl 11 á ísinn í hokkígallanum.  Kl 12 verður boðið upp á grillaðar pylsur og drykki sunnan við skautahöll.  

3 – 4 – 5 flokkur mæta á ísinn kl 12 í hokkígallanum.  Kl 13 verður boðið upp á grillaðar pylsur og drykki sunnan við skautahöll. Foreldrafélag Hokkídeildar 

p.s. það vantar alltaf foreldra til að aðstoða.  Hafa samband við Kiddu annaka@ejs.is

Kvennahokkídagur

Fimmtudaginn 17. apríl 2008 kl. 19:00 í Skautahöllinni ætla allar stelpur sem æfa íshokkí með Skautafélagi Akureyrar að fagna góðum árangri í vetur. Leikmenn vilja bjóða alla, fjölskyldur, vini og velunnara, velkomna í höllina og fara á skauta, í leiki og njóta veitinga. Komið og fagnið með okkur! Með kveðju, Sarah Smiley

Æfingar í Þessari viku

3, kvenn og meist flk spila saman þriðjudag kl 1900-2100 og fimmtudag kl 2100-2230