Hokkí um helgina: Innanfélagsmót í yngri flokkunum

Breytingar verða núna um helgina vegna veðurs og ófærðar. Landsliðsæfingum sem áttu að vera á Akureyri um helgina er frestað, en í stað þeirra verður haldið innanfélagsmót í 4., 5., 6. og 7. flokki.

3. flokkur: Einn sigur og þrjú töp

Helgarmót í 3. flokki á Íslandsmótinu í íshokkí fór fram í Laugardalnum um liðna helgi.

Myndir Jötnar - SR 27.10.2012

Sextánda Brynjumótinu lokið

Sextánda Brynjumótinu lauk í Skautahöllinni á Akureyri upp úr hádegi í dag. Um 150 krakkar frá þremur skautafélögum tóku þátt.

Sigur Jötna í spennandi leik

Jötnar sigruðu SR-inga, 4-3, í Skautahöllinni á Akureyri í kvöld eftir að þeir lentu tveimur mörkum undir í öðrum leikhluta. Jötnar eru komnir með 12 stig, hafa aðeins tapað einum leik til þessa.

Brynjumótið - myndir

Brynjumótið í 5., 6. og 7. flokki hófst í býtið í morgun og stendur fram að kvöldmatartíma í kvöld - áframhald í fyrramálið og verðlaunaafhending í hádeginu.

Mfl. karla: Jötnar - SR

Skautahöllin á Akureyri, laugardaginn 27. október: Kl. 19.30: Jötnar - SR, mfl. kk.

Brynjumót, Jötnaleikur og suðurferð

Hokkífólk á öllum aldri verður á fullu um helgina. Brynjumót verður hjá þeim yngstu á laugardag og sunnudag, Jötnar fá SR í heimsókn á laugardagskvöld og 3. flokkur verður á helgarmóti í Laugardalnum.

Jötnar með sigur í Laugardalnum

Jötnar sóttu SR-inga heim í kvöld og fóru með sigur af hólmi. Lokatölur: SR-Jötnar 4-6. Jóhann Már Leifsson skoraði þrennu. Orri Blöndal skoraði eitt og átti fjórar stoðsendingar.

Ynjur með stórsigur í Egilshöllinni

Diljá Sif Björgvinsdóttir og Jónína Guðbjartsdóttir báðar með þrjú mörk fyrir Ynjur í níu marka sigri.