Keppendur á Haustmóti ÍSS

Video analysis tími verður heima hjá Helgu þjálfara þriðjudaginn 29. september fyrir alla þá sem keppa á Haustmóti ÍSS um næstu helgi. Farið verður ítarlega yfir upptökur af keppninni, komment frá dómurum og sett markmið fyrir næsta mót og æfingaplan. Mjög mikilvægt er að mæta :) Hópaskiptingar og annað undir lesa meira.

Þriðjudagsmorgunæfing

Morgunæfingin verður með breyttu sniði á morgun. Hópnum verður skipt í tvennt. Aðeins þeir sem keppa um næstu helgi á Haustmótinu skulu mæta. Sjá lesa meira.

Góðri skautahelgi að ljúka

Mikið líf hefur verið í skautaíþróttum um helgina.  Auk venjubundinna æfinga hjá öllum flokkum í báðum deildum skautaíþrótta var listhlaupamót í dag og tveir íshokkíleikir í gær.  Þessu til viðbótar var góð aðsókn á almenningstíma Skautahallarinnar, m.a. á skautadiskó á föstudagskvöldið sem nú hefur skipað sér fastan sess í afþreyingarflóru ungu kynslóðarinnar hér í bæ.

Mótið hjá listhlaupadeild í dag var fyrsta mót vetrarsins og var um að ræða innanfélagsmót fyrir A og B keppendur félagsins og var það styrkt af KEA.  Alls voru keppendur um 25 talsins og keppt var í 6 flokkum.  Úrlist mótsins urðu þessi:

 

Kvennahokkí hjá SA í mikilli sókn

Sífellt fjölgar konum í íshokkí hér á landi og nú er svo komið að fjöldi leikmanna hjá SA hefur svo aukist á síðustu árum að félagið teflir nú fram tveimur liðum í kvennaflokki.  Hefur liðunum verið skipt í eldri og yngri en auk þessara leikmanna er margar stúlkur til viðbótar í yngri flokkum.  SA tilkynnit inn til ÍHÍ eftirfarandi tvö lið (birt með fyrirvara um einhverjar breytingar):

Upphafsmenn krullu á Íslandi bæði látin.

Minningarorð um Sophie og Tom Wallace.

SA teflir fram tveimur kvennaliðum í ár

Sífellt fjölgar konum í íshokkí hér á landi og nú er svo komið að fjöldi leikmanna hjá SA hefur svo aukist á síðustu árum að félagið teflir nú fram tveimur liðum í kvennaflokki.  Hefur liðunum verið skipt í eldri og yngri en auk þessara leikmanna er margar stúlkur til viðbótar í yngri flokkum.  SA tilkynnit inn til ÍHÍ eftirfarandi tvö lið (birt með fyrirvara um einhverjar breytingar):

2. flokkur sigrar í fyrsta leik

2. flokkur spilaði sinn fyrsta leik í Íslandsmótinu á laugardagskvöldið og að þessu sinni voru það Bjarnarmenn sem komu í heimsókn.  Bjarnarmenn hófu mótið af krafti með heldur auðveldum sigri á SR á dögunum og því var vitað að leikurinn yrði erfiður.

Akureyrarmótið

8 lið leika á Akureyrarmótinu sem hefst á mánudagskvöld kl. 20:30.

Sarah fjarverandi sunnudaginn 27. september

Sarah verður fjarverandi á morgun sunnudaginn 27. september og verður því ekki afís hjá S hóp. Ísæfingin verður á sínum stað :)

Generalprufa fyrir KEA mótið og mætingaplan

Minni á generalprufuna í dag kl. 11:05 fyrir A2 og B2 og kl. 12:05 fyrir A1 og B1. Mætingaplan og röð keppenda fyrir mótið á morgun má finna undir lesa meira.