Karfan er tóm.
Mikið líf hefur verið í skautaíþróttum um helgina. Auk venjubundinna æfinga hjá öllum flokkum í báðum deildum skautaíþrótta var listhlaupamót í dag og tveir íshokkíleikir í gær. Þessu til viðbótar var góð aðsókn á almenningstíma Skautahallarinnar, m.a. á skautadiskó á föstudagskvöldið sem nú hefur skipað sér fastan sess í afþreyingarflóru ungu kynslóðarinnar hér í bæ.
Mótið hjá listhlaupadeild í dag var fyrsta mót vetrarsins og var um að ræða innanfélagsmót fyrir A og B keppendur félagsins og var það styrkt af KEA. Alls voru keppendur um 25 talsins og keppt var í 6 flokkum. Úrlist mótsins urðu þessi:
Sífellt fjölgar konum í íshokkí hér á landi og nú er svo komið að fjöldi leikmanna hjá SA hefur svo aukist á síðustu árum að félagið teflir nú fram tveimur liðum í kvennaflokki. Hefur liðunum verið skipt í eldri og yngri en auk þessara leikmanna er margar stúlkur til viðbótar í yngri flokkum. SA tilkynnit inn til ÍHÍ eftirfarandi tvö lið (birt með fyrirvara um einhverjar breytingar):
Sífellt fjölgar konum í íshokkí hér á landi og nú er svo komið að fjöldi leikmanna hjá SA hefur svo aukist á síðustu árum að félagið teflir nú fram tveimur liðum í kvennaflokki. Hefur liðunum verið skipt í eldri og yngri en auk þessara leikmanna er margar stúlkur til viðbótar í yngri flokkum. SA tilkynnit inn til ÍHÍ eftirfarandi tvö lið (birt með fyrirvara um einhverjar breytingar):