Karfan er tóm.
Í kvöld mættust heimaliðin Víkingar og Jötnar í Skautahöllinni á Akureyri. Eftir að hafa tapað síðasta leik voru það Víkingar sem unnu að þessu sinni 12 – 2 sigur. Víkingarnir voru brenndir eftir tapið síðast og mættu einbeittari til leiks að þessu sinni. Veigar Árnason, ungur markmaður sem er að taka sín fyrstu skref í meistaraflokki, hóf leikinn fyrir Jötna og fékk á sig nokkur mörk strax í upphafi leiks áður en honum var skipt út fyrir Einar Eyland. Þeir stóðu sig báðir engu að síður vel en á tímabili rigndi yfir þá skotum.
Slóðin er hér > http://www.ustream.tv/channel/vikingar---jotnar-28-des-2010
staðan er 1 - 0 og 13 min eftir af 1 lotu, siggi sig var að skora 2 - 0 hann skorar aftur 3 - 0 12 min eftir af 1 l
vik skora 4 - 0 syaðan orðin 5 - 0 6 - 0 4 min eftir 1 min eftir
2.lota byrjuð og vikingar búnir að skora 7. markið staðan 7-0, 11 min eftir af lotunni Siggi Sig skorar 8. markið eftir stoð frá simma staðan 8-0 9 min eftir vikingar skora aftur staðan 9-0 , vik fá brottv. gunnar dari 2 min 7 min eftir. vik með fullt lið 5,2 min eftir af lotunni, geira jötni visað af velli fyrir triping 2min eftir
3. leikhluti er hafinn og vik fengu 2 min fyrir bekkinn og spila 4, andri mik skorar eftir stoð frá andra frey staðan 10-0 17,5 min eftir, geiri fær 2 fyir triðing og vik skora jói og stoð orri blö einum fleiri staðan 11-0, andri már fær útilokun frá leik fyrir óíþróttamannlega hegðun númer 17 situr í 2 fyrir liðið, 15 min eftir, Jötnar skora power play mark jón gisla með stoð frá stebba staðan 11-1 , 13,5 min eftir og geiri fer í sturtu on númer 18 situr fyrir liðið í 2 min og andri sverris fær líka 2 spilað 4 á 4, bæði lið leika fullskipuð, josh skorar fyrir vik 12-1 11 min eftir, stebbi skorar fyrir jötna eftir stoð frá jóni staðan 12-2 10 min eftir, 7,3 min eftir josh og helgi fara í boxið spilað 4 á 4, jötnar leika með fullskipað lið, 4 min eftir, vik fá víti simmi tekur það og bann skýtu framhjá. bæði ið nú full skipuð, 3 min eftir,,, 2 min eftir, 1 min eftir, leik lokið
Hin árlega úthlutun úr Afreks- og styrktarsjóði Akureyrar fer fram í móttöku sem haldin verður í Íþróttahöllinni í dag þriðjudaginn 28. desember kl. 16:15 þar sem afhent verða viðurkenningarskjöl Íþróttaráðs Akureyrar til hvers félags fyrir sig.
Árangur akureyskra íþróttamanna var góður á árinu. Samkvæmt upplýsingum sem borist hafa til stjórnar sjóðsins hafa 212 íslandsmeistaratitlar unnist á árinu og einnig voru margir Akureyringar valdir til leiks með landsliðum í hinum ýmsu íþróttagreinum. Það er von Íþróttaráðs að þessir glæsilegu afreksmenn, þjálfarar þeirra og forystumenn íþróttahreyfinga á Akureyri sjái sér fært að koma til athafnarinnar.
Góðar veitingar verða fram bornar í boði Akureyrarbæjar.
Þá liggur það fyrir að U20 ára landsliðið okkar hefur fallið niður um deild, eftir aðeins eitt ár í 2. deildinni. Það virðist enn um sinn vera okkar hlutskipti að rokka á milli deilda með yngri landsliðin okkar. Það var vitað fyrirfram að keppnin yrði okkur erfið því mótherjarnir voru sterkir og sem dæmi hefur verið nefnt að Ísland hefur aldrei lagt að velli eitthvert þessara liða sem þarna var mætt til keppni. Liðið kom þó á óvart strax í fyrsta leik með sigri á Belgum, en tapaði svo öllum hinum leikjunum en litlu munaði á móti Spánverjum, en á leikur fór 1 - 0.
Með sigri á Belgum var engu að síður komin von um að sætið í deildinni væri tryggt en svo tókst Belgum að vinna nágranna sína frá Hollandi í framlengingu og því réðust örlög okkar ekki fyrr en í gærkvöldi í síðasta leik mótsins. Þá mættu Belgar heimamönnum, Eistum og við urðum að treysta á sigur þeirra síðarnefndu. Það tókst hins vegar ekki, en þar munaði samt minnstu að Belgar gerðu okkur greiða og sendu Eistana niður því þegar leiknum lauk voru Eistar jafnir Íslandi að stigum með nákvæmlega sama markahlutfall, þ.e. -13. Ef ég skil þetta rétt hefðu Belgar bara þurft að skora einu marki fleira sem hefði aukið mínus Eista um eitt sem hefði skilað okkur í sætið fyrir ofan þá.