Áfrýjunardómstóll dæmir SA í vil

Síðastliðinn þriðjudag lá loks fyrir niðurstaða í dómsmáli sem SR höfðaði gegn okkur eftir úrslitakeppnina vegna Josh.  Eftir að dómstóll ÍSÍ dæmdi okkur í vil í vor áfrýjuðu SR-ingar og það var ekki fyrr enn nú sem niðurstaða lá fyrir.  Niðurstaða áfrýjunardómstólsins var samhljóða fyrri niðurstöðu.

Í dómnum segir m.a.:

"Samkvæmt 1. mgr. 10.7.2 gr. reglugerðar Íshokkísambands Íslands (ÍHÍ) um félagaskipti skulu erlendir leikmenn leika að minnsta kosti einn leik í hverri umferð sem spiluð er fram að úrslitakeppni eftir 1. nóvember til að teljast gjaldgengir í úrslitakeppni. Missi leikmaður úr umferð vegna meiðsla eða leikbanns tapar hann ekki gjaldgengi sínu til þátttöku í úrslitakeppni.
Fallist er á með stefnda að tilgangur fyrrnefnds reglugerðarákvæðis sé að koma í veg fyrir að félög skrái leikmenn fyrir 1. nóvember ár hvert án þess að fá þá til landsins og mæti síðan með þá beint í úrslitakeppni. Svo háttar ekki til um leikmann þann er hér um ræðir, Joshua John Gribben, en ágreiningslaust er með aðilum að hann hafi verið búsettur hérlendis í þrjú ár og annast þjálfun fyrir stefnda auk þess að leika með liði hans.
Í málinu liggur fyrir læknisvottorð, dagsett 22. mars 2011, þar sem fram kemur að fyrrnefndur leikmaður hafi orðið fyrir skaða á hægri öxl 2. október 2010 eftir fall í íshokkíleik. Hann hafi verið í sjúkraþjálfun síðan þá, sem gengið hafi ágætlega, en hann hafi þó ekki náð sér að fullu. Hafi leikmaðurinn enn skerta hreyfigetu í öxlinni á útgáfudegi vottorðsins og fái verki er hann beitir hægri hendinni. Hafi þessi áverki komið í veg fyrir að leikmaðurinn gæti keppt í íshokkí að fullu „nú í vetur“. Þá liggur jafnframt fyrir vottorð um sjúkraþjálfun leikmannsins vegna áverkans á öxlinni.
Með ofangreindu læknisvottorði er að mati dómsins nægjanlega í ljós leitt af hálfu stefnda að umræddur leikmaður hafi misst úr umferðum í undankeppni Íslandsmótsins
vegna axlarmeiðslanna, en af því leiðir að hann tapaði ekki gjaldgengi sínu til þátttöku í úrslitakeppni Íslandsmótsins.
Með þessum athugasemdum, en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms, er niðurstaða hans staðfest."

Skautaskóli fyrir krakka fædd 2003-2006

Skautaskólinn
08.50-09.10 Mæting
09.10-09.35 Upphitun/leikir
09.45-10.30 ís
10.40-11.00 nesti
11.00-12.05 Leikir/upphitun
12.15-13.00 Ís

Uppskeruhátíð A, B og C hópa

Uppskeruhátíð LSA fyrir A, B og C hópa verður haldin á Strikinu mánudaginn 30 maí milli 17.00-19.00. Það verður pizzuhlaðborð og gos og kostar það 1100 fyrir 12 ára og eldri en 600 11 ára og yngri. Veitt verða nokkur verðlaun til skautara sem hafa staðið sig mjög vel í vetur hvað varðar t.d hegðun, mætingu og framfarir svo eitthvað sé nefnt. 

Bingó á fimmtudaginn

Ný stjórn kjörin á aðalfundi félagsins

Aðalfundur félagsins fór fram í kvöld og þar voru eftirtaldir aðilar kjörnir í stjórn:

 

Sigurður Sigurðsson - formaður
Ólöf Sigurðardóttir
Heiða Hrönn Hreiðarsdóttir - (ný í stjórn)
Reynir Sigurðsson
Hallgrímur Valsson - (nýr í stjórn)
Davíð Valsson
Dröfn Áslaugsdóttir.

Aðalfundi LSA lokið

Nú er aðalfundi LSA yfirstaðinn, fundrinn fór vel fram. Ný stjórn var skipuð en þrír úr fyrri stjórn halda áfram sem eru Rut, Bergsveinn og Kristín Þöll. Þeir sem koma nýjir inn eru Heiða, Inga og Hilda Jana og eru þetta allt reyndir stjórnarmeðlimir og ein nýliði slæst með í för og er það hún Ellý. Enn vantar aðstoðar mótstjóra, ef einhver er áhugasamur að senda þá á motstjori@listhlaup.is . Vonandi hafa allir það sem best í sumar!!

Vegna ónógrar þátttöku er áður auglýstri UPPSKERUHÁTIÐ frestað til haustsins

Þar sem þátttöku skráning hefur verið heldur dræm hefur verið ákveðið að fresta UPPSKERUHÁTÍÐINNI til haustsins og byrja veturinn með stæl. Auglýsing mun verða sett á vefinn þegar nær dregur.

Fréttir af aðalfundi Krulludeildar

Ný lög Krulludeildar samþykkt. Tvær breytingar á stjórn.

Ice Cup: Garpar sigruðu

Garpar, Confused Celts og Skytturnar í verðlaunasætum.

Maraþon og pylsupartý

Öllum skauturum í D-hóp er boðið að taka þátt í maraþoninu og pylsupartýi sunnudaginn 8 maí milli 15.00-17.00. Vonandi koma sem flestir.