Alþjóðlegt íshokkímót kvenna (NIAC) í Skautahöllinni um helgina

Alþjóðlegt íshokkímót kvenna hefst í dag í Skautahöllinni á Akureyri en spilað verður bæði föstudag og laugardag. Þetta er hið svokallaða NIAC mót (Northern Iceland Adventure Cup) sem nú er haldið í fimmta skiptið. Kvennaliðið Ice Dragon frá Toronto í Kanada kemur í heimsókn en á þeim fimm árum sem mótið hefur verið haldið hafa komið hingað kvennalið frá Englandi, Svíþjóð, Danmörku og Kanada.

Aðalfundur Krulludeildar

Aðalfundur Krulludeildar verður haldinn mánudaginn 18. maí.

Vorsýning LSA

Vorsýning LSA verður haldin sunnudaginn 17. maí klukkan 17:00. Aðgangseyrir er 1500 krónur (ekki posi á staðnum). Foreldrafélagið verður með veitingasölu í hlénu. Hlökkum til að sjá sem flesta.

Aðalfundur Hokkídeildar

Aðalfundur hokkídeildar Skautafélags Akureyrar verðu haldinn mánudaginn 18. maí kl. 20,00 í fundarherberginu í Skautahöllinni. Á dagskrá verða venjubundin aðalfundar störf. Stjórnin.

Ert þú ekki örugglega félagsmaður í Skautafélagi Akureyrar?

Félagar í Skautafélagi Akureyrar eru allir þeir sem iðka sína íþrótt í Skautafélaginu eða nýta aðstöðuna á einn eða annann hátt. Einnig geta allir sem áhuga hafa á félaginu og starfsemi þess gerst félagsmenn með greiðslu félagsgjalds. Félagsgjöld eru ekki innifalin í æfingargjöldum. Félagsgjöld renna í sjóð hjá Skautafélaginu sem notaður er í að byggja upp innviði félagsins, bæta aðstöðu fyrir félagsmenn og halda í heiðri sögu félagsins. Fjárfestingar úr félagssjóði hin síðari ár hafa m.a. verið verðlaunaskápar, húsgögn í félagsherbergi og tækjabúnaður s.s. sjónvarp og skilti á veggjum skautahallarinnar með myndum úr sögu félagsins.

Aðalfundur Listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar

Boðað er til aðalfundar listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar þriðjudaginn 12.maí klukkan 20:00 í fundarherbergi skautahallarinnar

Komdu að Krulla

Kennsla og æfingar í maí

Aðalfundur Skautafélags Akureyrar 20. maí

Boðað er til aðalfundar Skautafélags Akureyrar miðvikudagskvöldið 20. maí kl. 20.00 í fundarherberginu í Skautahöllinni. Venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins.

Íslenskt-svissneskt lið sigraði á Ice Cup krullumótinu

The Others, skipað einum Svisslendingi og Íslendingum, vann lið frá Bandaríkjunum í úrslitaleik Ice Cup í dag.

Ice Cup: Úrslitaleikir hefjast kl. 14.30

Nú er öllum leikjum lokið á Ice Cup nema sjálfum úrslitaleikjunum. Keppt verður um þrjú efstu sætin í A-deild og efsta sætið í B-deild.