Öskudagsballið 2024

Öskudag diskóið sem haldið var á öskudag lukkaðist mjög vel og börnin fóru glöð heim. Dýrin í hálsaskógi kíktu í heimsókn, kötturinn var sleginn úr tunnunni og verðlaun voru veitt fyrir bestu búningana og allir gestir fengu eitthvað gott. Öskudagsballið er samtarf Skautahallarinnar og Listskautadeildar SA og Greifinn gaf verðlaun. Við þökkum gestum okkar á Öskudagsballinu kærlega fyrir komuna og vonum að allir hafi skemmt sér konunglega á þessum frábæra degi. 

Kosning milli þriggja nafna á félagssal

Stjórn Skautafélags Akureyrar auglýsti eftir tillögum um nafn á nýja félagssalinn í Skautahöllinni og bárust 11 mismunandi tillögur að nafni á salinn. Stjórnin hefur nú valið þau 3 nöfn sem þykja álitlegust og bjóða nú fólki að kjósa um nafnið á salnum. Nöfnin sem kosið verður um: Skjaldborg - stofnstaður Skautafélags Akureyrar Miðgarður - Vísan í norræna goðafræði Krókeyrararstofa - Vísan í staðsetningu félagssvæðisins

Gimli/Íslandsmótið 2024

Þriðja umferð Gimli/Ílandsmótsins var leikin í kvöld

Gimli/Íslandsmótið 2024

Þriðja umferð Gimli/Íslandsmótsins var leikin í kvöld

SA Íslandsmeistarar í U18

U18 lið SA tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í gærkvöld þegar liðið lagði SR 11-1 í Laugardalnum. SA var að vinna sinn 7 leik í mótinu og ekki enþá tapað leik en SR og Fjölnir bæði búin að leika fleiri leiki og eiga ekki möguleika á að ná SA úr þessu. Frábær árangur hjá þessum samheldna hópi leikmanna sem spennandi verður að  fylgjast með á komandi árum.

Jakob í fimmta sæti í kjöri íþróttamanns Akureyrar

Kjöri íþróttamanns Akureyrar 2023 var lýst á Íþróttahátíð Akureyrar á vegum Íþróttabandalags Akureyrar og fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar sem fram fór í Menningarhúsinu Hofi á miðvikudagskvöld. Íshokkíkappinn Jakob Ernfeldt Jóhannesson varð fimmti í kjörinu um íþróttakarl Akureyrar 2023. Hlauparinn Baldvin Þór Magnússon úr UFA er íþróttakarl Akureyrar 2023 og knattspyrnukonan Sandra María Jessen hjá Þór/KA er íþróttakona Akureyrar 2023. Í öðru sæti voru þau Hallgrímur Mar Steingrímsson knattspyrnumaður í KA og Helena Kristín Gunnarsdóttir blakkona í KA. Í þriðja sæti voru Alex Cambray Orrason lyftingamaður í KA og Hafdís Sigurðardóttir hjólreiðakona hjá HFA. 

Tvíhöfði í Skautahöllinni um helgina

SA liðin leika bæði heimaleiki við Fjölni í Hertz-deildunum á laugardag í Skautahöllinni á Akureyri. Fyrst taka SA Víkingar á móti Fjölni í Hertz-deild karla kl. 16:45 og stelpurnar í SA mæta Fjölni í Hertz-deild kvenna kl. 19:30. Miðaverð á leikina er 1500 kr. og frítt inn fyrir 16 ára og yngri en forsala miða er hafinn á Stubb. Foreldrafélag íshokkídeildar grillar hamborgara fyrir gesti í nýju félagsaðstöðunni á meðan birgðir endast en kveikt verður á grillinu frá kl. 15:30. Samlokugrillið í sjoppunni verður einnig funheitt svo engin ætti að verða svangur á leikjunum. 

Skautafélag Akureyrar fær styrk úr Samfélagsverkefnum Norðurorku

Fimmtudaginn 25. janúar, fór fram afhending á styrkjum Norðurorku til samfélagsverkefna vegna ársins 2024 í Menningarhúsinu Hofi en þar fékk Skautafélag Akureyrar styrk. Eins og segir á heimasíðu Norðurorku þá bárust 100 umsóknir þar sem eftirtektarvert var hve fjölbreytni verkefnana var mikil sem lýsir vel þeirri grósku sem býr í samfélaginu okkar. Fjögurra manna vinnuhópur (skipaður starfsfólki NO) fór yfir umsóknirnar og varð niðurstaða hópsins að veita styrki til 38 verkefna. Verkefnið var erfitt enda fjölmörg góð verkefni sem sótt var um styrk til og ákveðin upphæð sem var til ráðstöfunar.

Gimli/Íslandsmótið 2024

Fyrstu tvær umferðirnar búnar

28 lið munu keppa á Icecup 2024

Icecup 2024 verður haldið dagana 2 til 4 maí nk.