* Vantar titil *

Við hvetjum alla að koma og prófa að æfa skauta hjá listhlaupadeild skautafélagsins. Þar eru starfandi metnaðarfullir þjálfarar sem vilja sjá sem flesta á æfingum. Komið og prófið æfingu undir stjórn góðra þjálfara og í skemmtilegum félagsskap.

Kveðja Stjórnin

Leikur!!!!!

Fyrsti leikur hjá S.A. verður líklegast háður 17 sept. S.A. menn þurfa að leggja leið sína í höfuðborgina og etja kappi við stórveldið í Gravarvogi, BJÖRNINN!......að þora eða skora.  En enn eitt árið eru S.A. menn að missa menn, en  Birkir Árnason er farinn til Danmerkur og mun spila með "Arhus" í fyrstu deildinni.  Þannig að mikil pressa verður á þeim leikmönnum sem eftir eru í meistaraflokki Skautafelags Akureyrar og gaman verður að sjá hvort þeir standast álagið þennan vetur.  2 nýir gamlir leikmenn hafa bæst í hópinn, þeir Matthías og Sigurður ,gaman verður að sjá hvernig þeir eiga eftir að standa sig eftir nokkur ára hlé frá íshokki. Ekki er útilokað að fleiri ný andlit bætist í hópinn en meira um það síðar. Við í S.A. vonum bara að fólk komi og fylli höllina á komandi leiktíð og öskri lungun úr sér...ÁFRAM S.A.!!!!!!!

Lurkurinn farinn!

Já enn hefur meistaflokkurinn misst leikmann því Rúnar "Lurkur" Rúnarsson hefur gengið í raðir Skautafélags Reykjarvíkur, og bætist hann í hóp norðanmanna sem við höfum lánað suður yfir heiðar. Við þökkum honum fyrir árin sem við höfum notið liðstyrk og þyngd hans. Við vonust til að sjá hann einhverntíman aftur í rauðu. ÁFRAM S.A.!!!!

Ný tímatafla

Ný tímatafla er komin út þar sem gerðar hafa verið örlitlar breytingar.  Tímataflan tekur gildi frá og með laugardeginum 3. september 2005.  Hægt er að nálgast nýja tímatöflu á æfingum næstu daga.

Skiptimarkaður-kaupa-selja

Nú er það að gerast. Kominn er hérna í dálkinn til vinstri tengill með nafninu Skiptimarkaður og þar er hægt að lesa þær auglýsingar sem sendar eru inn á galli@sasport.is . Ef þú villt selja, kaupa eða skipta á hokkídóti sendu þá  inn auglýsingu á ofangreint netfang og fylgstu með á skiptimarkaðnum.

Skráning iðkenda

Þar sem vertíðin er að byrja er vert að benda iðkendum á að hægt er að skrá sig hér á síðunni með því að nota tengilinn neðst í valmyndinni til hér vinstri "Skráning í félagið", en passið að vanda allann innslátt og gefa allar nauðsynlegar upplýsingar. Skráningarnar verða svo yfirfarnar og þið fáið síðan staðfestingu í tölvupósti.

Breyting æfingatíma á sunnudagsmorgnum frá útsendum tímatöflum

Iðkendur athugið að vegna fjölda kvartana hefur röð flokkanna á tímtöflunni verið snúið við á sunnudagsmorgnum þannig að 6/7fl. byrjar kl. 10 5fl. kl. 11 og 4fl. kl. 12 . Ef þú hefur skoðun á þessu, sendu okkur þá póst á hokkistjorn@sasport.is

Skráning iðkenda

Þar sem vertíðin er að byrja er vert að benda iðkendum á að hægt er að skrá sig hér á síðunni með því að nota tengilinn neðst í valmyndinni til hér vinstri "Skráning í félagið", en passið að vanda allann innslátt og gefa allar nauðsynlegar upplýsingar. Skráningarnar verða svo yfirfarnar og þið fáið síðan staðfestingu í tölvupósti.

Loksins, Loksins íshokkí á fullt í næstu viku

Æfingar byrja samkvæmt æfingatöflu, sem er óbreytt frá síðasta vetri, á næsta þriðjudag þann 22. ágúst. Stóri bónusinn í þessa árs starti er svo að öllum íshokkíiðkendum er boðið upp á frían aðgang að svellinu á mánudaginn 22. og miðvikudaginn 24. frá kl. 13 til 15, föstudaginn 26. frá kl 13 til 16. og miðvikudaginn 31. frá kl. 13 til 15. og endilega að draga með sér vini og vandamenn sem líklegir eru til að vilja koma svo og æfa með okkur. Í þessum skrifuðum orðum er verið að bera út til allra iðkenda kynningar bréf vertíðarinnar sem einnig má lesa hér og aftan á bréfinu er tímataflan sem þú getur skoðað hér. Svo nú er bara um að gera að nota helgina til að dusta rykið af gallanum og gera allt klárt í slaginn

nú styttist það!!!

Já gott fólk nú fer það að styttast að við komust á skauta. Heyrst hefur að kóngurinn í skautahöllinni ( Viðar) ætli sér að búa til svell á næstu dögum, og hvetjum við fólk að fylgjast með gangi mála.