Bæði í gamni og alvöru
Í tilefni af því að undirritaður hefur verið skammaður í spjallinu hér á síðunni fyrir að hafa ekki notað fleiri og meiri orð til að lýsa leikjum liðsins hér í fréttahlutanum vil ég bara segja að þó mér sé margt til lista lagt þá er lýsing leikja ekki eitt af því og auglýsi því hér með eftir aðila til að senda mér umsögn um leiki félagsins á frettir@sasport.is og mun ég þá setja það hér inn. Og í framhaldi af þessu ætla ég að benda ykkur lesendur góðir á að kíkja á spjallið, þar var ég að senda inn þetta svar við einum þræðinum.