Fréttir

19.08.2025

Æfingar SA hefjast samkvæmt tímatöflu í næstu viku

Æfingar hjá Skautafélagi Akureyrar eru nú að fara á fullt samkvæmt tímatöflu og er starfsemi allra deilda að taka við sér eftir sumarið. Byrjendaæfingar hefjast samkvæmt tímatöflu í næstu viku. Byrjendaæfingar: Listhlaup: Hefjast mánudaginn 25. ágúst og verða alla mánudaga og miðvikudaga kl. 16:00–17:30. Upplýsingar og skráning: thjalfari@listhlaup.is Íshokkí: Hefjast þriðjudaginn 26. ágúst og verða alla þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17:00–17:45. Upplýsingar og skráning: hockeysmiley@gmail.com Krulla: Hefst í september og verða æfingar auglýstar sérstaklega á heimasíðu krulludeildar. Almenningstímar hefjast í Skautahöllinni fyrstu helgina í september og fyrsta skautadiskó vetrarins verður föstudaginn 1. september. Við hvetjum foreldra, iðkendur og áhugafólk um íþróttirnar til að kynna sér æfingatöflu félagsins og mæta með okkur í skemmtilegt og fjölbreytt ísstarf í vetur.
01.08.2025

Íshokkíæfingabúðir hefjast á þriðjudag

Íshokkíæfingabúðir SA hefjast strax eftir versló  og standa yfir fyrstu 3 vikurnar í ágúst. Skráning í æfingabúðirnar er enn opin og nokkur laus sæti í öllum hópum. Leikmenn fara daglega á svellið, afísæfingar, fræðslustundir og kylfu- og skotæfingar. Frábær undirbúningur fyrir tímabilið þar sem þáttakendur fá miklar framfarir. Skráning á Abler. Sjáumst á ísnum á þriðjudag! 
11.06.2025

Árshátíð hokkídeildar 2025

í lok maí hélt hokkídeildin árshátíðina sína þar sem saman komu leikmenn frá U14 upp í meistaraflokka, þjálfarar, foreldrar og velunnarar. Gestir nutu að vanda ljúffengs matar hjá Helga á Vitanum og skemmtu sér undir góðri veislustjórn Arndísar Eggerz Sigurðardóttur veislustjóra og leikmanns meistaraflokks kvenna. Formaður deildarinnar flutti fáein orð og minntist m.a. á allt það öfluga og góða starf sem á sér stað hjá sí stækkandi deild, áskoranir sem því fylgja og þá miklu vinnu og vegferð sem hokkídeildin er þátttakandi í ásamt öðrum deildum félagsins. Þá vinnu sem farið hefur fram með virkri þátttöku iðkenda, þjáfara, starfsfólks og stjórna í fræðsluviðburðum og vinnufundum og snýr í stuttu máli að virðingu og góðum heilbrigðum samskiptum. Afrakstur vinnu vetrarins verði svo innleiddur í upphafi næsta tímabils. Eldri iðkendur, foreldrar og sjálfboðaliðar sem þekkja íþróttina vel verði að stíga enn betur inn í það hlutverk að bjóða nýtt fólk velkomið, kenna og útskýra reglur og vinnulag við íþróttina innan vallar og utan. Þannig muni hokkí fjölskyldan vaxa og dafna enn betur en hún hafi gert og SA hjartað að slá jafnvel enn taktfastar en áður, ef allir eru samstíga og vinna að sama marki. Að vanda sýndu flokkarnir highlight myndbrot frá leikjum vetrarins og verðlaun og viðurkenningar voru veitt ásamt því að meistaraflokkarnir þökkuðu sínu dygga aðstoðarfólki vel unnin störf eftir tímabilið.
02.06.2025

Vorsýning Listskautadeildar á fimmtudag

Vorsýning Listskautadeildar, Litli prinsinn, er á fimmtudag, 5. júní kl. 19:00 í Skautahöllinni. Miðasala á staðnum og foreldrafélagið verður með veitingasölu í hléinu og pekkjakast í hléi. "Allir fullorðnir menn hafa fyrst verið börn. (En fáir muna eftir því.)" Miðaverð: 18+ 2.500 kr. 6-17 ára 1.500 kr. Frítt fyrir 5 ára og yngri Pylsusala foreldrafélagsins frá kl.18 og líka á eftir sýningu. Þar verður í boði, fyrir utan pylsurnar, gos, djús, kaffi og vatn og posi á staðnum. Einnig verður hægt að kaupa rósir.
25.05.2025

Frá Skautahöllinni til konungshallarinnar – og aftur heim að leiða næstu kynslóð

Það hefur verið líf og fjör í lífi Sunnu Björgvinsdóttur fyrirliða íslenska kvennalandsliðsins og leikmanns Södertalje SK eftir að keppnistímabilinu hennar lauk á ísnum um miðjan apríl en hefur hún staðið í ströngu utan ís og hefur leiðtogahlutverkið fengið nýja vídd. Sunna átti frábært tímabili á ísnum í vetur eins og þeir sem hafa fylgst með vita en hún fór fyrst með Södertalje alla leið í úrslitaeinvígi um sæti í SDHL deildinni og leiddi svo íslenska kvennalandsliðið til síns besta árangurs á Heimsmeistaramóti frá upphafi. Frá þeim tíma hefur Sunna ekki slegið slöku við því hún hefur tekið þátt í Leiðtogaráðstefnu IIHF í Tékklandi – fengist boði sænska Konungsins um boð í Sænsku konungshöllina og er nú mætt aftur á heimaslóðirnar til þessa að leiða næstu kynslóð ungra íshokkíkvenna á 25 ára afmæli kvennaíshokkís á Íslandi.
23.05.2025

Íshokkí án landamæra í heimsókn í fjórða sinn

Undanfarnar vikur hefur Skautafélag Akureyrar tekið á móti tveimur High School hópum með ungum íshokkíleikmönnum frá Kanada. Hóparnir koma í gegnum samstarf við Hockey Without Borders, en það var einmitt í gegnum þetta samstarf sem félagið komst í samband við Sheldon, yfirþjálfara SA, sem hefur verið duglegur að halda þessu samstarfi virku.
21.05.2025

Ný stjórn kosin og Ingibjörgu Magnúsdóttur veitt gullmerki á aðalfundi Skautafélags Akureyrar

Aðalfundur Skautafélag Akureyrar fór fram á fimmtudagskvöld í félagssalnum í Skautahöllinni. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf með skýrslu um starfsemi félagsins, skýrslu um fjárhag, reikninga og fjárhagsáætlun, kosningu stjórnar og önnur mál. Ingibjörgu Magnúsdóttur var veitt gullmerki félagsins fyrir störf sín fyrir félagið síðastliðin 17 ár.
13.05.2025

Skauta- og íshokkí leikjanámskeið SA í júní

Í júní bíður SA uppá skauta- og íshokkí leikjanámskeið fyrir öll börn fædd 2019-2015 daganna 10. - 20. júní Frábært tækifæri fyrir bæði byrjendur sem og iðkendur til þess að skemmta sér í leikjum og fá skautakennslu í leiðinni. Leikjanámskeiðið fer fram bæði á útisvæðinu við Skautahöllina og inni á skautasvellinu. Það er hægt að velja á milli þess að vera í listskautum eða í fullum íshokkíbúnaði í leikjunum á námskeiðinu. Allur búnaður innifalinn og engin reynsla á skautum er nauðsynleg. Sarah Smiley hefur yfirumsjón með námskeiðinu, hockeysmiley@gmail.com fyrir nánari upplýsingar. Skráning á námskeið: https://www.abler.io/shop/sa/almennt
Allir í stúkuna

Næstu leikir

Engir leikir á skrá

 

myndbrot

SA TV

Á SA TV youtube síðunni eru flest öll mót, leikir og viðburðir sem fara fram í Skautahöllinni á Akureyri sýnd í beinni útsendingu. Þar má finna allt efni einnig aftur í tímann.

SA tv

Lesa meira

Viltu æfa Íshokkí?

 
Byrjendaæfingar fyrir 2018 og yngri kl 17:00 þriðjudaga og fimmtudaga
Allur búnaður á staðnum og öllum velkomið að koma prófa! Bara mæta 30 mín fyrir æfingu.
Eldri árgöngum velkomið að mæta á æfingar og prófa með sínum árgangi en hafið samband við Söruh Smiley - hockeysmiley@gmail.com
Hokkírútan fer af stað í næstu viku og sækir 2015, 2016 og 2017 árganga í alla skóla bæjarins.

Handbók SA - fyrirmyndarfélag

Skautafélag Akureyrar er fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Viltu æfa Listskauta?

Langar þig að æfa?

Það kostar ekkert að koma prófa

Skráning og frekari upplýsingar:

Listskautar: Ingibjörg Magnúsdóttir: formadur@listhlaup.is

UPPLÝSINGAR FYRIR BYRJENDUR (4.HÓP)

 
 
    • Æfingar eru á mánudögum og miðvikudögum kl 16:00-17:15. Æfingarnar hefjast á upphitun afís. Við tökum á móti nýjum iðkendum yfir allan veturinn. Fyrirfram skráning er ekki nauðsynleg, en gott er að láta þjálfara vita. Það er frítt að prufa í eina viku.

    • Æfingafatnaður: Mikilvætt er að æfingafatnaður sé lipur, þægilegur og falli þétt að líkamanum til þess að þjálfari geti séð líkamsstöðu og líkamsbeitingu iðkanda. Kuldagallar, snjóbuxur, gallabuxur, hettupeysur og stórar úlpur er ekki æskilegur æfingafatnaður. Gott er að nota undirbuxur (ullarbuxur, sokkabuxur) og t.d. leggings eða flísbuxur yfir. Það er ekki gott að nota ökklasokka eða ullarsokka, bara venjulega sokka. Ávallt skal nota vettlinga á ísæfingum og vera með hjálm á höfðinu. Gott er að hafa buff eða eyrnaband undir hjálminum. Mikilvægt er að þeir iðkendur sem eru með sítt hár hafi það greitt vel frá andlitinu, með hárið í teygju eða noti buff.

    • Búnaður: Hægt er að fá bæði skauta og hjálma lánaða í skautahöllinni fyrir æfingar

    • Skráning iðkenda og greiðsla æfingagjalda fer fram í gegnum SPORTABLER SHOP kerfið. SPORTABLER er íslenskt vef - og snjallsímaforrit sem einfaldar alla viðburðastjórnun, samskipti og utanumhald íþróttastarfsins. Mikilvægt að allir iðkendur séu tengdir SPORTABLER til að fylgjast með ef það eru breytingar á æfingatíma. Nánari upplýsingar um SPORTABLER kerfi má finna hér

    • facebook síða 4. hóps https://www.facebook.com/groups/230321910761187

    • Nánari upplýsingar: formadur@listhlaup.is

      • Æfingagjöld
             
          Allur veturinn haustönn/vorönn Iðkendagjald ÍSS  
      1.hópur   315.000 kr 170.000 kr 3.500 kr  
      2.hópur   230.000 kr 130.000 kr 3.500 kr  
      3.hópur   165.000 kr 90.000 kr 3.500 kr  
      4.hópur     60.000 kr 3.500 kr  

       

 

Þjálfarar Listskautadeildar
Yfirþjálfari:
Jana Omelinová
Aðrir þjálfarar (aðstoðarþjálfarar hjá 3. og 4. Hóp(byrjendahóp):
Telma Marý Arinbjarnardóttir
Varvara Voronina (dans og byrjendahópur) : thjalfari@listhlaup.is
Kristbjörg Eva Magnadóttir
Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir

Frábær aðstaða

Verið velkomin í höllina

Skautasvellið í Skautahöllinni á Akureyri er opið fyrir gesti um helgar. Í skautahöllinni er hægt að fá leigða skauta og hjálma til afnots ásamt skerpingarþjónustu. Veitingarsala er opin á almenningstímum.

 

BÓKANIRAFMÆLIHAFA SAMBAND