Fréttir

28.04.2025

Íslenska karlalandsliðið með öruggan sigur gegn Búlgaríu

Íslenska karlalansliðið í íshokkí vann Búlgaríu örugglega 8-4 í nótt í öðrum leik liðsins á Heimsmeistaramótinu í 2. Deild B sem fer fram í Dunedin í Nýja-Sjálandi. Ísland skoraði 5 mörk í fyrstu lotunni gegn einu marki Búlgaríu og lögðu þar með grunnin að sigrinum. SA drengirnir okkar voru öflugir í markaskorun í leiknum en Unnar Rúnarson og Hafþór Sigrúnarson skoruðu báðir 2 mörk og Uni Blöndal og Jóhann Leifsson sitthvort markið. Íslenska liðið mætir næst Taívan en leikurinn fer fram á kl. 01:00 á aðfaranótt fimmtudags á íslenskum tíma en allir leikirnir eru sýndir í beinni útsendingu í streymisveitu alþjóða íshokkísambandsins.
28.04.2025

Fyrsta úthlutun úr minningarsjóði Evu Bjargar Halldórsdóttur á síðasta vetrardegi

Á síðasta vetrardegi þann 23. apríl var úthlutað í fyrsta skipti úr nýstofnuðum minningarsjóði Evu Bjargar Halldórsdóttur, fyrrum skautara og síðar þjálfara hjá listskautadeildinni, sem lést af slysförum síðasta vetrardag fyrir ári síðan. Móðir Evu Bjargar, Vilborg Þórarinsdóttir fyrrum formaður listskautadeildarinnar, stofnaði Minningarsjóðinn og ákvað stjórn sjóðsins að veita tveim ungum skauturum styrk í ár sem hafa sýnt miklar framfarir á tímabilinu og eru að stefna að því að vinna sig upp á afreksstig. Í ár fengu þær Helga Mey Jóhannsdóttir og Ronja Valgý Baldursdóttir, sem í ár hafa keppt í Basic Novice. Stjórn sjóðsins óskar stelpunum til hamingju með styrkinn og vonar að styrkurinn komi að góðum notum í áframhaldandi skautaiðkun og að þær nái öllum þeim markmiðum sem þær setja sér í framtíðinni
23.04.2025

SA Víkingar Íslandsmeistarar í U18 - og SA Jötnar í 2. sæti

Í gærkvöldi fór fram síðasti leikur SA liðanna Jötna og Víkinga í Íslandsmóti U18. SA teflir fram tveimur liðum í þessum aldursflokki og liðin röðuðu sér í tvö efstu sætin eftir fádæma yfirburði í vetur. SA Víkingar fengu afhentan bikarinn eftir leik og bæði lið stilltu sér upp í myndatöku í leikslok. Það er til marks um öflugt barna- og unglingastarf að geta teflt fram tveimur öflugum liðum í U18 og taka tvö efstu sætin einnig. U18 landsliðin voru einnig að meirihluta skipuð okkar fólki, í karlaliðinu voru 15 af 20 leikmönnum frá SA og í kvennaliðinu 14 af 20. Áfram SA!
15.04.2025

Ungir íshokkíleikmenn SA kepptu á alþjóðlegu móti í Svíþjóð

Sextán ungir og efnilegir íshokkí leikmenn Skautafélags Akureyrar tóku nýverið þátt í Uplandia Trophy í Stokkhólmi – alþjóðlegu íshokkímóti á vegum Sweden Hockey Trophy, sem sérhæfir sig í sterkum unglingamótum víðs vegar um Evrópu. Keppt var í AA deild, þar sem hörð samkeppni ríkir og öflug lið víðs vegar að tóku þátt.
15.04.2025

Stelpurnar með sinn besta árangur frá upphafi

Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí vann til bronsverlauna á HM í 2. deild A sem lauk í fyrradag í Bytom í Póllandi eftir að Spánn vann Pólland í lokaleik mótsins og urðu þá vonir um silfurverðlaun að engu. Spánn sigraði því mótið en eina tap liðsins var gegn Íslandi og Pólland fékk silfurverðlaun. Árangurinn er þrátt fyrir allt sá besti sem liðið hefur náð frá upphafi en 20 ár eru síðan Íslands sendi fyrst kvennalandslið til keppni. 
14.04.2025

SA Víkingar eru Íslandsmeistarar í meistaraflokki 2025

SA Víkingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í þriðja leik í einvíginu við Skautafélag Reykjavíkur á fimmtudaginn. Úrslitakeppnin var heldur óvenjuleg að þessu sinni eða a.m.k. upphaf hennar vegna kærumála hvar Fjölnir og SR fengu úr því skorið fyrir dómstólum hvort liðið myndi mæta SA í úrslitum. Málaferlin töfðu úrslitakeppnina í eina viku en tímann nýttu okkar menn vel og æfðu í raun sleitulaust í tvær vikur fyrir átökin.
09.04.2025

Þriðji leikur úrslitakeppni karla annað kvöld

SA Víkingar taka á móti SR í þriðja leik úrslitakeppni karla í Skautahöllinni annað kvöld, fimmtudag kl. 19:30. SA Víkingar leiða einvígið 2-0 og geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á morgun. Það er sjáfsagt að það er skyldumæting á leikinn fyrir alla SA-inga en við búumst við húsfylli svo við mælum með að fólk tryggi sér miða í forsölu á Stubb.
03.04.2025

SA Víkingar mæta SR í fyrsta leik úrslitakeppni karla á laugardag

Nú er ljóst að SA Víkingar taka á móti Skautafélagi Reykjavíkur í fyrsta leik úrslitakeppninnar í Toppdeild karla á laugardag, 5. apríl kl 16:45 í Skautahöllinni á Akureyri. Við ætlum að fylla stúkuna og hvetja okkar lið til sigurs!
Allir í stúkuna

Næstu leikir

Engir leikir á skrá

 

myndbrot

SA TV

Á SA TV youtube síðunni eru flest öll mót, leikir og viðburðir sem fara fram í Skautahöllinni á Akureyri sýnd í beinni útsendingu. Þar má finna allt efni einnig aftur í tímann.

SA tv

Lesa meira

Viltu æfa Íshokkí?

 
Byrjendaæfingar fyrir 2018 og yngri kl 17:00 þriðjudaga og fimmtudaga
Allur búnaður á staðnum og öllum velkomið að koma prófa! Bara mæta 30 mín fyrir æfingu.
Eldri árgöngum velkomið að mæta á æfingar og prófa með sínum árgangi en hafið samband við Söruh Smiley - hockeysmiley@gmail.com
Hokkírútan fer af stað í næstu viku og sækir 2015, 2016 og 2017 árganga í alla skóla bæjarins.

Handbók SA - fyrirmyndarfélag

Skautafélag Akureyrar er fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Viltu æfa Listskauta?

Langar þig að æfa?

Það kostar ekkert að koma prófa

Skráning og frekari upplýsingar:

Listskautar: Ingibjörg Magnúsdóttir: formadur@listhlaup.is

UPPLÝSINGAR FYRIR BYRJENDUR (4.HÓP)

 
 
    • Æfingar eru á mánudögum og miðvikudögum kl 16:00-17:15. Æfingarnar hefjast á upphitun afís. Við tökum á móti nýjum iðkendum yfir allan veturinn. Fyrirfram skráning er ekki nauðsynleg, en gott er að láta þjálfara vita. Það er frítt að prufa í eina viku.

    • Æfingafatnaður: Mikilvætt er að æfingafatnaður sé lipur, þægilegur og falli þétt að líkamanum til þess að þjálfari geti séð líkamsstöðu og líkamsbeitingu iðkanda. Kuldagallar, snjóbuxur, gallabuxur, hettupeysur og stórar úlpur er ekki æskilegur æfingafatnaður. Gott er að nota undirbuxur (ullarbuxur, sokkabuxur) og t.d. leggings eða flísbuxur yfir. Það er ekki gott að nota ökklasokka eða ullarsokka, bara venjulega sokka. Ávallt skal nota vettlinga á ísæfingum og vera með hjálm á höfðinu. Gott er að hafa buff eða eyrnaband undir hjálminum. Mikilvægt er að þeir iðkendur sem eru með sítt hár hafi það greitt vel frá andlitinu, með hárið í teygju eða noti buff.

    • Búnaður: Hægt er að fá bæði skauta og hjálma lánaða í skautahöllinni fyrir æfingar

    • Skráning iðkenda og greiðsla æfingagjalda fer fram í gegnum SPORTABLER SHOP kerfið. SPORTABLER er íslenskt vef - og snjallsímaforrit sem einfaldar alla viðburðastjórnun, samskipti og utanumhald íþróttastarfsins. Mikilvægt að allir iðkendur séu tengdir SPORTABLER til að fylgjast með ef það eru breytingar á æfingatíma. Nánari upplýsingar um SPORTABLER kerfi má finna hér

    • facebook síða 4. hóps https://www.facebook.com/groups/230321910761187

    • Nánari upplýsingar: formadur@listhlaup.is

      • Æfingagjöld
             
          Allur veturinn haustönn/vorönn Iðkendagjald ÍSS  
      1.hópur   315.000 kr 170.000 kr 3.500 kr  
      2.hópur   230.000 kr 130.000 kr 3.500 kr  
      3.hópur   165.000 kr 90.000 kr 3.500 kr  
      4.hópur     60.000 kr 3.500 kr  

       

 

Þjálfarar Listskautadeildar
Yfirþjálfari:
Jana Omelinová
Aðrir þjálfarar (aðstoðarþjálfarar hjá 3. og 4. Hóp(byrjendahóp):
Telma Marý Arinbjarnardóttir
Varvara Voronina (dans og byrjendahópur) : thjalfari@listhlaup.is
Kristbjörg Eva Magnadóttir
Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir

Viðburðalisti

Skoða alla viðburði

Frábær aðstaða

Verið velkomin í höllina

Skautasvellið í Skautahöllinni á Akureyri er opið fyrir gesti um helgar. Í skautahöllinni er hægt að fá leigða skauta og hjálma til afnots ásamt skerpingarþjónustu. Veitingarsala er opin á almenningstímum.

 

BÓKANIRAFMÆLIHAFA SAMBAND