SA byrjar á sigri
Rétt í þessu var að ljúka fyrsta leik Íslandsmótsins í íshokkí hér í Skautahöllinni á Akureyri. Grafarvogsbjörninn sótti okkur heim og stillti upp ágætis blöndu af ungum leikmönnum og aðeins yngri leikmönnum. Björninn er með sambærilegt lið og í fyrra en styrktu sig verulega með nýjum markmanni, en í sumarlok gekk til liðs við þá hinn sænskættaði Íslendingur Dennis Hedström sem gerði garðinn frægan með íslenska landsliðinu í Ástralíu síðasta vor.