Íslandsmótið i krullu: Frestaður leikur úr 7. umferð

Í kvöld fer fram einn leikur í deildarkeppni Íslandsmótsins, frestaður leikur úr sjöundu umferðinni.

Fer Haraldur konungur í köflóttar krullubuxur?

Buxur norska karlaliðsins í krullu á Ólympíuleikunum hafa vakið mikla athygli.

Senior flokkur kvenna keppir á Vetrarólympíuleikunum í nótt, þar á meðal er Ivana okkar!

Við viljum minna á að 23. og 25. febrúar n.k. er komið að konunum í Vancouver á Vetrarólympíuleikunum að keppa og þar er á meðal keppenda Ivana Reitmayerova frá Slóvakíu en hún hefur æft hér á Akureyri þegar móðir hennar og þjálfari hefur komið að þjálfa í æfingabúðum LSA. Hún mun keppa með stutta prógrammið sitt eða skyldudansinn kl. 01:00 að íslenskum tíma (24. febrúar). Hún skautar nr. 2. Hægt er að horfa á mótið á Eurosport fyrir þá sem stöðina hafa en svo er hægt að sjá keppnina hér á netinu: http://www.myp2p.eu/competition.php?competitionid=∂=sports&discipline=olympicwintergames og http://www.eurovisionsports.tv/olympics/. Shizuka Arakawa frá Japan náði gullinu fyrir fjórum árum í Torino og verður fróðlegt að sjá hvað gerist í nótt :)

Íslandsmótið i krullu: Tveir sigrar skilja að efstu og neðstu lið

Mammútar og Riddarar nú efstir með fimm vinninga. Neðstu liðin með þrjá vinninga.

SA deildarmeistarar eftir góðan sigur á SR

Síðasti leikur SA í undankeppninni fór fram á laugardaginn þegar liðið bar sigurorð af SR með 5 mörkum gegn 4 og tryggði sér með því deildarmeistaratitilinn og heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni sem hefst í næstu viku.  SR og Björninn munu eigast við á morgun í úrslitaleik um hitt sætið í úrslitakeppninni.  Leikurinn var jafn og skemmtlegur en það var Lurkurinn Rúnar Rúnarsson sem skoraði fyrsta mark leiksins eftir góða sendingu frá Steinari Grettissyni, en SR-ingar jöfnuðu skömmu síðar en mörkin urðu ekki fleiri í lotunni.

Engar æfingar á morgun þriðjudaginn 23. febrúar

Það verður hvorki morgunæfing né Laugargata á morgun!

Fljótasti sópari allra tíma?

Carl Lewis féll fyrir krullunni á Ólympíuleikunum.

Keppendalisti LSA á Vinamóti C keppenda

Hér er að finna lista yfir þá sem eru á keppendalista LSA á Vinamóti C keppenda 2010.

Íslandsmótið í krullu: 8. umferð

Áttunda umferð Íslandsmótsins (og sú fyrsta í síðari hluta deildarkeppninnar) fer fram í kvöld.

SKAUTADAGAR Í ARENA

Dagana 22. - 27.febrúar er 20-30% afsláttur af allri skautavöru.Nú er tilvalið að gera góð kaup í sokkabuxum, kjól, pilsi, flísbuxum, reimum o.fl.þar sem mót eru framundan hjá okkar stelpum. Ný sending af fatnaði o.fl. fyrir skautara komin Mikið til af skautakjólum, pilsum o.fl. sjá nánar inná arena.is.

Uppl. í síma 662 5260 eða rakelhb@simnet.is

Bestu kveðjur, Rakel