Mikið um að vera í Skautahöllinni í dag
06.02.2010
Það er óhætt að segja að mikið verði um að vera í Skautahöllinni í dag. Opnun vetraríþróttahátíðar og 10 ára afmælishátíð Skautahallarinnar hefst kl. 16:00 í dag auk þess sem tveir hokkíleikir fylgja í kjölfarið. Dagskrá hátíðarinnar hefst á skrúðgöngu inn á ísinn sem í verða fulltrúar vetraríþrótta hér í bænum m.a. snjósleðar, hjól og hestar. Í framhalidnu taka við nokkur ávörp og síðan kynning á íslensku keppendunum á Ólympíuleikunum.