Ósigrar á heimavelli
07.02.2010
Það gekk hvorki né rak hjá SA liðum í gær. Fyrri leikur dagsins var SA - SR í karlaflokki og spenna var í þeim leik fram til loka 2. lotu þrátt fyrir að gestirnir hafi verið skrefinu á undan allan leikinn. Í þriðju lotunni rákumst við hins vegar á vegg og lokastaðan varð 8 - 4 þeim sunnlensku í vil. Þar með lauk mikilli þurrkatíð hjá SR og óhætt að segja að mikill viðsnúningur hafi orðið í þessari viðureign frá þeirri síðurstu er við unnum 6 - 0 hér á heimavelli. En svona er hokkíið, allt getur gerst.