Eldri unni yngri 6 - 4

Í gærkvöldi mættust eldra og yngra kvennalið SA í 5. umferð Íslandsmótsins.  Leikurinn var jafn og spennandi en þær eldri sigu frammúr á endasprettinum og tryggðu sér tveggja marka sigur.  Fyrsta mark leiksins skoraði Guðrún Blöndal eftir sendingu frá Söruh Smiley.  Bergþóra Bergþórssdóttir jafnaði leikinn skömmu fyrir lok fyrstu lotu eftir sendingu frá Evu Maríu.  Staðan var því jöfn eftir fyrstu lotu.

Helga Margrét í 2.ára námsleyfi

Yfirþjálfari LSA, Helga Margrét Clarke, fer í tveggja ára námsleyfi til Reykjavíkur frá og með næsta hausti. Hún mun hins vegar starfa áfram sem yfirþjálfari deildarinnar og mun væntanlega koma norður að þjálfa einu sinni í mánuði, sem og í fríum.  Deildin mun hins vegar finna annan/aðra þjálfara til að leysa hana af í allri almennri þjálfun á þessu tímabili.

Páskafrí iðkenda LSA

Páskafrí LSA verður dagana 29. mars til 6. apríl. Æfingar hefjast aftur samkvæmt tímatöflu miðvikudaginn 7. apríl. Við minnum A og B iðkendur á páskaæfingabúðir LSA en nánari upplýsingar um þær er að finna á heimsíðunni. Iðkendum í C1, 2, 3 og 4 verður boðið á æfingar í páskafríinu en þá tíma er einnig hægt að nálgast í tímatöflu páskaæfingabúða.

Páskaæfingabúðir LSA

Í páskafríinu ætlar LSA að halda litlar æfingabúðir fyrir A og B iðkendur sína og einnig hefur iðkendum Bjarnarins og SR verið boðið að taka þátt. Æfingabúðirnar munu hefjast mánudaginn 29. mars og lýkur 2. apríl. C iðkendum verður einnig boðið á æfingar í páskafríinu. Helga Margrét og Audrey Freyja Clarke munu sjá um æfingarnar bæði á ís og afís hjá A og B iðkendum. Aðaláherslan verður á Grunnpróf ÍSS. Tímatöflu má sjá undir lesa meira. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt er bent á að senda skráningu á helgamargretclarke@gmail.com, þessar æfingabúðir eru innifaldar í æfingagjöldum iðkenda LSA en mikilvægt er að fá skráninguna svo hægt sé að hópaskipta. Vinsamlega sendið inn skráningu fyrir fimmtudaginn 25. mars.

HM í listhlaupi 2010 - Torino

Þessa vikuna fer fram 100. heimsmeistaramót í listhlaupi á vegum alþjóðaskautasambandsins (ISU). Frá og með deginum í dag og fram á næsta sunnudag munu 208 íþróttamenn frá 53 löndum keppa á ísnum í Palavela. Á meðal þeirra eru fjölmargir verðlaunahafar Ólympíuleikanna í Vancouver.

Íslandsmótið i krullu: Mammútar deildarmeistarar

Lokaumferðin í deildarkeppni Íslandsmótsins í krullu fór fram í kvöld. Mammútar eru deildarmeistarar annað árið í röð. Garpar, Víkingar og Fífurnar fylgja þeim í úrslitin.

Kvennaleikur á morgun, yngri gegn eldri

Á morgun þriðjudag kl. 19:00 mætast yngra og elda kvennalið SA í Skautahöllinni á Akureyri.  Liðin hafa mæst fjórum sinnum í vetur og hafa þær eldri borið sigur úr býtum í þrjú skipti en þær yngri höfðu sigur í vítakeppni í einni viðureigninni.  Þær eldri eru með 13 stig eftir 8 leiki en þær yngri eru með 3 stig eftir 8 leiki.

Morgunístími og Laugargata

Morgunístímar á þriðjudagsmorgnum verða settir til hliðar þar til eftir páskaleyfi, Laugargata verður þó á sínum stað.

Íslandsmótið í krullu 2002-2009, fróðleikur og tölfræði

Fyrsta Íslandsmótið í krullu hófst á Akureyri 11. febrúar 2002. Þegar mótinu 2010 lýkur verða leikirnir samtals orðnir 344. Sigurgeir Haraldsson hefur oftast alls krullufólks orðið Íslandsmeistari.

Íslandsmótið í krullu: 14. umferð

Fjórtánda umferð Íslandsmótsins, lokaumferð deildarkeppninnar, fer fram í kvöld.