Úrslit Goðamótsins

Góðamótið fór fram um helgina og þar var Helga Jóhannsdóttir, krýnd Akureyrarmeistari árið 2010. Önnur úrslit má finna hér.

Myndataka hjá 4 flokk frestast

Frestum myndatöku hjá 4 flokk til þriðjudagsins 13 april á æfingartíma.

Kidda

NIAC lokið

Í gær lauk NIAC mótinu með síðari viðureign íslenska landsliðsins gegn hinum bresku í Slough Phantoms.  Fyrri leikurinn á fimmtudaginn lauk með 11 – 1 sigri þeirra bresku og síðari leikurinn í gær var nokkuð betri en honum lauk 6 – 0.  Það er óhætt að segja að gestirnir voru mun sterkari en okkar leikmenn en þess má geta að liðið er í næst efsta sæti í bresku deildinni um þessar mundir og í liðinu er þrjár landsliðskonur auk kanadískra leikmanna með mikla leikreynslu.

Breytt tímatafla Goðamótsins

Tímataflan hefur tekið nokkrum breytingum vegna forfalla keppenda og má sjá lokalista hér með.

Ice Cup: Sextán lið skráð, sjálfboðaliðar óskast til starfa

Sjálfboðaliðar óskast í undirbúning og framkvæmd Ice Cup, meðal annars í sjoppuna í Skautahöllinni og fleiri störf. Sextán lið hafa verið skráð til leiks og hefur verið lokað fyrir skráningu.

Nánar um Ostrava

Hér má sjá nánari upplýsingar um æfingabúðirnar í Ostrava. Svara þarf fyrir 15.apríl, á netfangið hildajana@gmail.com, hvort að fólk hyggist ætla í ferðina og þá verður leitað tilboða í flug og það verður síðan til lokakynningar í kjölfarið og þá verða greidd staðfestingargjöld.

Leikur í dag kl. 11:00

Í dag kl. 11:00 mætast í Skautahöllinni á Akureyri, íslenska kvennalandsliðið og breska félagsliðið Slough Phantoms.  Leikurinn er liður í íshokkímótinu NIAC sem fram fer í höllinni um þessar mundir.

Hallarbylting í WCF, varaforsetinn felldi forsetann

Ársfundur Alþjóða krullusambandsins, WCF, sem haldinn er í Cortina d'Ampezzo á Ítalíu í tengslum við Heimsmeistaramót karla í krullu, fer á spjöld sögunnar. Varaformaðurinn felldi formanninn í kosningu, fyrsta konan orðin forseti WCF.

Goðamótið: Búið er að draga í keppnisröð

Búið er að draga í keppnisröð á Goðamótinu sem fram fer um helgina. Sjá nánar hér:

Phantons sterkar á svellinu

Nú er þremur leikjum á NIAC lokið.  Síðustu tveir leikir hafa verið á milli blárra og hvítra gegn hinum bresku í Slough Phantoms.  Það er skemmst frá því að segja að þær bresku eru gríðarlega sterkar og unnu þær nokkuð auðvelda sigra á okkar stúlkum en fyrri viðureignin sem var gegn Bláum fór 12 - 1 og sá seinni sem var gegn Hvítum fór 11 - 1.