Vel heppnuðu kvennamóti lokið
21.03.2010
Kvennamótinu lauk á laugardagskvöldið á leik Hákarlanna og Snákanna en það var sjötti og síðasti leikur mótsins. Mótið heppnaðist í alla staði mjög vel og segja má að mjög vel hafi tekist með að raða niður í lið, því öll liðin þrjú voru jöfn að styrkleika. Leikmönnum úr öllum liðum og á öllum aldri var raðað saman í þrjár línur í hverju liði og séð var til þess að jafnar línur mættust með reglubundnum skiptingum.