Afíspróf hjá Söruh Smiley

Sarah Smiley mun prófa alla í A1, A2, B1 og B2 næstu 2 miðvikudaga. Á morgun miðvikudaginn 14. apríl verður próf kl. 16-17 hjá A2 og B2 og miðvikudaginn í næstu viku eða 21. apríl verður próf hjá A1 og B1 kl. 16:45-17:45. Það er MJÖG mikilvægt að mæta svo hægt sé að meta framfarir hjá ykkur.

PAPPÍR

Þeir sem tóku pappír í mars eru beðnir að koma til mín peningum í síðasta lagi 20. apríl..

kv. Allý

Úrslitaleikur í kvöld hjá kvennaliðinu

Úrslitin í kvennahokkíinu hófust á sunnudaginn fyrir sunnan og lauk með sigri Bjarnarins í vítakeppni.  Staðan var 2 - 2 eftir venjulegan leiktíma og í framlengingu tókst liðunum ekki að skora.  Vítagrýlan sem hvíldi á karlaliðinu í úrslitum virðist greinilega vera einnig til staðar hjá kvennaliðinu því þær skoruðu ekkert mark og urðu að horfa á eftir fyrstu stigunum í hendur Bjarnarins.

Leikurinn í dag er mjög mikilvægur því aðeins þarf tvo sigurleiki til að tryggja sér titilinn og því er að duga eða drepast fyrir okkur í kvöld.  Leikurinn hefst kl. 19:15 og fer fram hér í Skautahöllinni á Akureyri.  Stelpurnar þurfa á stuðningi áhorfa að halda og því er skyldumæting í höllina í kvöld - ÁFRAM SA!

Engin æfing í Laugargötu í dag

Það verður engin æfing í Laugargötu í dag!

Framundan

Vorsýning listhlaupadeildarinnar verður sunnudaginn 25.apríl kl:17:30, þar sýna allir iðkendur deildarinnar listir sínar.
Maraþonið verður þann 1.-2. maí fyrir A, B og C flokka, áheitasöfnun hefst 7-10 dögum fyrr. Allur ágóði fer til að niðurgreiða æfingabúðir LSA í ágúst. Iveta Reitmayerova kemur og þjálfar í ágústæfingabúðunum, skráning í þær verður í kringum maraþonið. 

 

 

Frí hjá C iðkendum en æfing hjá A og B fyrir basic test

Á morgun er hefðbundinn frídagur eftir mót hjá C iðkendum en A og B iðkendur mæta á generalprufu fyrir basic testið. Sjá frétt hér fyrir neðan um hópaskiptingar og mætingatíma.

NIAC mótið

Myndir frá NIAC mótinu eru hér.

Úrslit Goðamótsins

Góðamótið fór fram um helgina og þar var Helga Jóhannsdóttir, krýnd Akureyrarmeistari árið 2010. Önnur úrslit má finna hér.

Myndataka hjá 4 flokk frestast

Frestum myndatöku hjá 4 flokk til þriðjudagsins 13 april á æfingartíma.

Kidda

NIAC lokið

Í gær lauk NIAC mótinu með síðari viðureign íslenska landsliðsins gegn hinum bresku í Slough Phantoms.  Fyrri leikurinn á fimmtudaginn lauk með 11 – 1 sigri þeirra bresku og síðari leikurinn í gær var nokkuð betri en honum lauk 6 – 0.  Það er óhætt að segja að gestirnir voru mun sterkari en okkar leikmenn en þess má geta að liðið er í næst efsta sæti í bresku deildinni um þessar mundir og í liðinu er þrjár landsliðskonur auk kanadískra leikmanna með mikla leikreynslu.