Víkingar - SR seinni leikur 5 - 2
Víkingar kláruðu seinni viðureign helgarinnar með sigri á gestunum úr Laugardalnum með 5 mörkum gegn 2. Leikurinn var líkt og sá fyrri spennandi og einkenndist af mikilli baráttu. Fyrsta lotan var markalaus en fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á fyrstu mínútu 2.lotu en þá skoraði Jóhann Leifsson eftir sendingu frá Jóni Gíslasyni. Skömmu síðar jók svo varnarmaðurinn Ingólfur Elíasson muninn í 2 – 0 með sínu fyrsta marki í meistaraflokki.
Fleiri urðu mörkin ekki í lotunni og því voru Víkingar með ákjósanlega 2 – 0 stöðu fyrir þriðju og síðustu lotuna. Það voru hins vegar þeir sunnlensku sem fóru betur af stað í síðustu lotunni og minnkuðu muninn í 1 – 2 strax á fyrstu mínútu og voru mjög ógnandi á meðan Víkingarnir voru værukærir.