Jötnar sigra Víkinga; 3 - 2
Strax á eftir kvennaleiknum í gærkvöldi áttust við Jötnar og Víkingar. Þrátt fyrir að flestir gerðu ráð fyrir sigri Víkinganna þá var eitthvað allt annað uppi á teningnum í gær því Jötnarnir gerðu sér lítið fyrir og unnu leikinn með 3 mörkum gegn 2. Víkingar mættu með rétt rúmar tvær línur en Jötnar voru aðeins fleiri. Eftir síðustu tilfærslu voru Jón Gísla, Stefán Hrafnsson og Björn Már Jakobsson færðir í Jötna en það voru einu einu leikmenn Jötna úr Íslandsmeistraliði síðasta vors. Víkingar voru því full sigurvissir og þrátt fyrir ágæta spretti tókst þeim ekki að koma pekkinum inn fyrr enn á lokamínútum leiksins.