Kvennaleikur í kvöld kl. 20:10
Í kvöld kl. 20:10 verður stórleikur hér í Skautahöllinni þegar Valkyrjur og Björninn eigast við annað skiptið í vetur og í fyrsta skiptið hér á heimavelli. Fyrsti leikurinn fór fram um síðustu helgi fyrir sunnan og lauk honum með naumum 2-1 sigri Valkyrja.
Leikurinn í kvöld verður án vafa bæði spennandi og skemmtilegur og stuðningsfólk SA sem og allt áhugafólk um íshokkí er eindregið hvatt til þess að láta sjá sig í höllinni. Viðureignir þessara liða eru jafnan harðar og dramatískar en í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn skiptir hvert einasta stig máli.