Íslandsmót 2015 - Úrslit

Í gærkvöld hófust úrslit Íslandsmótsins 2015, í krullu.  Til úrslita leika 3 lið frá SA (Garpar, Ice Hunt og Víkingar) og eitt lið frá Birninum (Kærleiksbirnirnir). Fyrirkomulag mótsins er þannig að allir leika, allir við alla, 8 umferðir og í upphafi leiks er tekið vítaskot. Nánari skýringar eru í mótareglum sem nálgast má hér.  Í fyrstu umferð léku Garpar við Víkinga þar sem Garpar höfðu sigur 9 - 3.  Í hinum leik kvöldsins unnu Ice Hunt, Kærleiksbirnina, 7 - 5. Úrslit og skor má finna hér.  Lokaumferðirnar, umferð 2 og 3, verða leiknar í kvöld kl. 17:30 og 20:30. Í umferð 2 mætast annars vegar Kærleiksbirnir og Víkingar og hins vegar Ice Hunt og Garpar.  Mótinu líkur svo með leikjum Garpa og Kærleiksbjarna og svo Víkinga og Ice Hunt. Vonast er til þess að það náist að sýna leikina "LIVE" og er áhugasömum bent á valmyndina hér til hliðar SA TV -> LIVE og upptökur.