Krulluvefurinn færður

Krulluvefurinn www.curling.is, heimasíða Krulludeildar SA, hefur nú verið færður undir vef Skautafélagsins hér á www.sasport.is. Megnið af efni vefsins eins og hann var áður hefur verið fært yfir á nýju síðuna en það sem eftir stendur, meðal annars mikið safn mynda, úrslit nokkurra móta og ef til vill eitthvað fleira smálegt, verður fært yfir á næstu dögum og vikum.

Fréttir af krullunni verða hér eftir færðar beint inn á krullusíðuna undir www.sasport.is/krulla. Eldri fréttir sem birst hafa á krulluvefnum (og í upphafi á icehockey.is) frá því í febrúar 2003, eða í tæplega fimm ár, eru aðgengilegar í pdf-skjölum í valmyndinni hér til vinstri. Til að spara vinnu ákvað fréttaritari að taka saman í eitt skjal allar fréttir hvers árs fyrir sig. Til að fara inn á nýju síðuna okkar eru þrjár leiðir: Fara inn á www.sasport.is og smella þar á krulluna, fara beint inn á www.sasport.is/krulla eða fara eins og áður inn á www.curling.is en þar verður tenging inn á nýja vefinn okkar.

Með þessari breytingu er vonast til að auðveldara verði að færa inn fréttir og tilkynningar og þar með að mögulegt verði að flytja fréttir fyrr og fljótar en áður...

Með nýárskveðju og þökkum fyrir lestur krullufrétta undanfarin fimm ár.
Haraldur Ingólfsson, fréttaritari krulluvefsins.