Skautafélag Akureyrar

Skautafélag Akureyrar

Fréttir

Ice Cup - Iceland bonspiel May 10-12. 2018.

Schedule for Ice Cup 2018 Lesa meira

SA Víkingar Íslandsmeistarar 2018

Íslandsmeistarar 2018 (mynd: Steini Vignis)
SA Víkingar unnu Esju í gćrkvöld í ţriđja sinn í úrslitkeppni karla í íshokkí međ sex mörkum gegn tveimur og tryggđu sér ţar međ Íslandsmeistaratitlinn áriđ 2018. SA Víkingar unnu einvígiđ 3-0 en titilinn var sá 20. í röđinni hjá félaginu. SA Víkingar áttu stórgott ár ţví liđiđ er bćđi deildar- og Íslandsmeistarar og tapađi ađeins tveimur leikjum í venjulegum leiktíma í vetur. Leikurinn í gćrkvöld var einnig sögulegur fyrir ţćr sakir ađ hann var kannski síđasti leikur Esju í íslensku íshokkí en liđiđ hefur tilkynnt ađ ţađ verđi ekki međ á nćsta tímabili. Lesa meira

SA Víkingar leiđa 2-0 og geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á laugardag


SA Víkingar unnu gríđarlega mikilvćgan sigur í gćrkvöld í öđrum leik úrslitakeppninnar í íshokkí. SA Víkingar sóttu Esju heim og knúđu fram sigur í framlengingu ţegar ađeins 4. sekúndur voru eftir af framlengingunni. SA Víkingar leiđa ţví einvígiđ 2-0 og geta međ sigri á laugardag ţví tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn fer auđvitađ fram í Skautahöllinni á Akureyri og hefst kl. 17.00 en viđ hvetjum alla til ţess ađ mćta á leikinn og leggja sitt á vogaskálirnar til ţess ađ styđja liđiđ til sigurs. Ađgangseyrir 1500 kr. frítt inn fyrir 16. ára og yngri. Lesa meira

Úrslitakeppnin í Hertz-deild karla hefst á ţriđjudag


Úrslitakeppnin í Hertz-deild karla í íshokkí hefst nćstkomandi ţriđjudag, 3. apríl ţegar SA Víkingar taka á móti Esju í 1. leik í Skautahöllinni á Akureyri. Leikurinn hefst kl. 19.30. SA Víkingar eru deildarmeistarar en ţađ telur bara ekki neitt í úrslitakeppninni. Leikir liđanna hafa veriđ svakelga jafnir og spennandi í vetur ţar sem 4 af 6 leikjum hafa fariđ í framlengingu eđa vítakeppni. SA Víkingar unnu Esju í úrslitakeppninni áriđ 2016 en Esja vann 2017. Hver verđur Íslandsmeistari áriđ 2018? Mćtum í Skautahöllina og styđjum okkar liđ til sigurs. Ađgangseyrir 1500 kr. frítt inn fyrir 16 ára og yngri. Lesa meira

Akureyri á top 10 listanum yfir bestu hokkíborgir í Evrópu


Akureyri komst á top 10 lista yfir bestu hokkíborgir Evrópu samkvćmt Flight Network sem stćrsta ferđavefsíđa í Kanada. 58 borgir komu til greina í valinu og var Akureyri í 10. sćti á ţeim lista en Moskva var í fyrsta sćti og Helsinski í Finnlandi í sćtinu á undan Akureyri. Neđar á listanum eru ekkert minni hokkíborgir heldur en Stokkhólmur og Malmö. Í umsögn Flight Network segir ađ borgin sé lítil og telji ađeins um 18.000 manns en ţrátt fyrir ţađ er fer orđspor ţess sem hokkí elskandi mekka vaxandi og er ađ verđa nokkuđ ţekkt sem slík á alţjóđavísu. Ţá er fariđ yfir sögu íshokkís á Akureyri og hokkíliđinu hampađ fyrir yfirburđi ţeirra í Íslandsmótinu síđustu 25 ár og ađ á Akureyri hafi veriđ haldiđ Heimsmeistaramót í íshokkí á síđasta ári. Ţađ má ţví segja ađ Innbćjingar hafi ţví loksins fengiđ stađfestingu á ţví sem ţeir hafa alltaf haldiđ fram ađ Akureyri sé í raun einn mesti hokkíbćr í Evrópu. Lesa meira

Íslandsmót 2018

Garpar og Riddarar leika um Íslandsmeistaratitilinn 2018. Lesa meira

Breytt tímatafla í páskafríinu


Breytt tímatafla verđur í páskafríinu frá 26. mars til og međ 2. apríl. Opiđ fyrir almenning alla daga frá kl. 13 til 16 og ćfingar verđa ţví bćđi á morgnanna fyrir ţađ og aftur eftir kl. 16. Páskatímatöfluna má finna hér vinstra megin í valmyndinni. Gleđilega skauta páska. Lesa meira

Ísland - Tapei í dag. Bein útsending kl. 12.00


Íslenska kvennalandsliđiđ í íshokkí mćtir Tapei í síđasta leik sínum á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Valdemoro á Spáni. Ísland getur međ sigri náđ silfurverđlaunum á mótinu sem er ţá besti árangur sem íslenska kvennalandsliđiđ hefur náđ á stórmóti. Leikurinn hefst kl 12.00 og er í beinni útsendingu hér. Lesa meira

Sarah Smiley hetjan í glćsilegum sigri Íslands


Sarah Smiley skorađi 4 mörk og átti tvćr stođsendingar í glćsilegum sigri Íslands á Nýja-Sjálandi á heimsmeistaramótinu í gćr. Sarah lagđi upp tvö fyrstu mörk Íslands í leiknum en Nýja-Sjáland leiddi 3-2 ţangađ til 4 sekúndur voru eftir af leiknum en ţá skorađi Sarah jöfnunarmark Íslands. Leikurinn fór í framlengingu og svo vítakeppni ţar sem Sarah tók sig til og jafnađi metin í 5. víti Íslands. Hún var svo látin taka 6. og 7. vítaskotin og skorađi örugglega úr öllum ţremur vítunum og tryggđi Íslandi mikilvćgan sigur í baráttunni um verđlaunarsćtin á heimsmeistaramótinu. Glćsilegur leikur hjá okkar stelpum og ţá sérstaklega hjá Söruh sem liđsfélagar völdu sem töframann leiksins. Ísland á frídag í dag en mćtir Tyrklandi á morgun kl 12.00 á íslenskum tíma og er sýndur beint hér. Lesa meira

Ísland - Nýja Sjáland í dag kl 15.30 (bein útsending)


Íslenska kvennalandsliđiđ í íshokkí mćtir Nýja-Sjálandi í dag kl 15.30 í öđrum leik sínum á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Valdemoro á Spáni. Íslenska tapađi naumlega gegn heimaliđi Spánar í gćr. Bein útsending er frá leiknum í dag útsendinguna má finna hér. Lesa meira

Íslenska kvennalandsliđiđ í íshokkí hefur leik á Heimsmeistaramótinu á morgun


Kvennalandsliđ Íslands í íshokkí hefur keppni á morgun, laugardag, á heimsmeistaramótinu í II deild B sem fram fer í Valdemoro á Spáni. Fyrsti leikur liđsins er gegn heimaliđi Spánar og hefst leikurinn kl. 19.15 á íslenskum tíma en beina útsendingu frá leiknum má finna hér. Lesa meira

Íslandsmót 2018

Garpar tryggđu sig í úrslitaleikinn í kvöld. Lesa meira

SA Víkingar - SR í Hertz-deildinni í kvöld kl 19.30


SA Víkingar taka á móti SR í kvöld í Hertz-deild karla í Skautahöllinni á Akureyri og hefst leikurinn kl 19.30. SA Víkingar eru búnir ađ tryggja sér deildarmeistaratitilinn en SR sigla lignan sjó í síđasta sćti deildarinnar. Ađgangseyrir 1000 kr. frítt inn fyrir 16 ára og yngri. Lesa meira

Ásynjur Íslandsmeistarar 2018

Úr leiknum í gćrkvöld (mynd: Elvar Pálsson)
Ţađ voru gömlu brýnin í Ásynjum sem höfđu betur í rimmunni um Íslandsmeistaratitilinn í Skautahöllinni á Akureyri í gćrkvöldi, sunnudagskvöld. Ţađ voru ţó Ynjur sem byrjuđu leikinn betur, Hilma átti skot framhjá, Ynjur héldu pekkinum og héldu áfram í sókn sem endađi međ ţví ađ Silvía skorađi eftir ađeins rúmar tvćr mínútur. Stođsendingu átti Sunna. Ţegar lotan var rúmlega hálfnuđ áttu Ásynjur harđa sókn og mikil ţvaga myndađist fyrir framan mark Ynja og ţađ var Anna Sonja sem kom pekkinum ađ lokum í markiđ eftir góđa sendingu frá Guđrúnu Marín. Stađan 1-1. Í lok lotunnar hrundi svo leikur Ynjanna og Ásynjur bćttu tveimur mörkum viđ, fyrst speglađi Hrund pökkinn í markiđ og síđan sló Birna hann í markiđ stuttu síđar. Dómararnir tóku sér ţá tíma til ađ ráđa ráđum sínum ţar sem spurning var hvort Birna hafi veriđ inn í krísunni en ákvörđunin var sú ađ markiđ hefđi veriđ löglegt. Stađan 1-3 og ţannig var stađan eftir fyrstu lotu. Lesa meira

Ynjur 15 sekúndum frá titlinum

Úr leiknum í gćrkvöld (mynd: Elvar Pálsson)
Ynjum tókst ekki ađ tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í gćrkvöldi, fimmtudagskvöld, ţegar ţćr mćttu Ásynjum öđru sinni í úrslitakeppninni. Ásynjur höfđu undirtökin lengst af í leiknum og sigurinn sanngjarn. Lesa meira

Íslandsmót 2018

Íslandsmótiđ hafiđ Lesa meira

3 gullverđlaun og 3 silfurverđlaun hjá LSA á Vetrarmótinu


Listhlaupadeildin tók ţátt í Vetrarmót Skautasambands Íslands síđastliđina helgi, sem var haldiđ í Egilshöll ađ ţessu sinni. Stóđu keppendur okkar sig međ stakri príđi og voru nokkrir okkar keppenda ađ spreyta sig í nýjum keppnisflokkum. Lesa meira

Ynjur geta tryggt sér Íslandsmeistaratitlinn í kvöld


Annar leikurinn í Úrslitakeppninni í Hertz-deild kvenna fer fram í kvöld í Skautahöllinni á Akureyri, leikurinn hefst kl 19.45. Ynjur sigruđu í fyrsta leiknum ţar sem ţćr knúđu fram gullmark í framlengingu og geta ţví tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn međ sigri í kvöld. Ásynjur geta međ sigri jafnađ einvígiđ og fari svo verđur úrslitaleikur á sunnudag. Fítt inn á leikinn. Lesa meira

Ynjur komnar međ forystu í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn

Úr leiknum í gćrkvöld (mynd: Elvar Pálsson)
Fyrsti leikur í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn í meistaraflokki fór fram í gćrkvöldi, ţriđjudagskvöld, í skautahöllinni á Akureyri. Leikurinn byrjađi hćgt og stress virtist í báđum liđum en Ásynjur byrjuđu ţó betur. Leikurinn var í járnum ţar til rúmar 6 mínútur voru eftir af fyrstu lotu ţegar Sarah geystist upp og skorađi eftir ađ Ynjur misstu pökkinn í sókn. Ásynjur voru grimmar áfram og sóttu stíft á mark Ynja en eftir ađ Ásynjur misstu Guđrúnu Marín út af, náđu Ynjur góđu spili einni fleiri, Ragga gaf ţvert yfir svelliđ á Silvíu sem ţrumađi pekkinum í mark Ásynja og jafnađi, 1-1. Ţannig var stađan eftir fyrstu lotu. Lesa meira

Úrslitakeppnin í Hertz-deild kvenna hefst á morgun

Úr leik liđanna fyrr á tímabilinu (mynd: Elvar P.)
Á morgun hefst hokkíveisla hjá okkur ţegar úrslitakeppnin í Hertz-deild kvenna fer fram en ţá mćtast Ynjur og Ásynjur Skautafélags Akureyrar. Ynjur unnu deildarmeistaratitilinn og eru ríkjandi meistarar en leikir liđanna hafa veriđ mjög jafnir í vetur svo ómögulegt er ađ segja til um ţađ hvort liđiđ er sigurstranglegra. Leikurinn hefst kl 19.45 og ţađ er frítt inn. Lesa meira

  • Sahaus3