Ágætis afþreying
16.03.2005
Á Laugardaginn kl. 18.30 mun Kvennalandsliðið hans Denna taka Gulldrengi SA í kennslustund að hætti Dr.Hook í Skautahöllini á Akureyri. En svona að öllu gríni slepptu þá má eiga von á hörku góðri skemmtun og um leið er verið að styrkja stelpurnar til farinnar því að allur aðgangseyrir rennur til kvennalandsliðsins.
Um síðustu helgi hittust Gulldrengir úr liðum SA SR og Bjarnarins og léku um Sveinsbikarinn.
Stanislav Berger landsliðsþjálfari karlalandsliðsins var mað æfingabúðir á Akureyri um helgina, í gærkvöldi fækkaði hann í landsliðshópnum niður í 24 en endanlegur hópur verður 22 þannig að enn á eftir að fækka um 2 þeir verða teknir út u.þ.b. viku fyrir brottför