Árshátíð íshokkídeildar SA

Hokkídeild SA hélt árshátíð sína þann 4. maí s.l. Það voru 123 sem fögnuðu saman tímabilinu, leikmenn frá u14 og upp úr, foreldrar og félagsmenn. Árinu var fagnað með góðum mat frá Vitanum Mathúsi og skemmtilegum myndbrotum úr leikjum vetrarins voru sýnd. Að lokum var verðlaunaafhending til einstaklinga eins og sjá má hér að neðan. Við óskum verðlaunahöfum til hamingju og bíðum spennt eftir nýjum hokkívetri.

Nýtt nafn á listhlaupadeildinni

Á aðalfundi listhlaupadeildarinnar mánudaginn 8. maí síðastaliðinn var borin upp tillaga að nafnabreytingu úr Listhlaupadeild Skautafélags Akureyrar í Listskautadeild skautafélags Akureyrar.

SKAUTAÐ Í GEGNUM ÁRATUGINA - Vorsýning LSA 2023

Listskautadeild Skautafélags Akureyrar stendur fyrir hinni árlegu Vorsýningu laugardaginn 20.maí nk. kl: 17:00.

Íshokkíþing 2023 var haldið á Akureyri um helgina

Íshokkíþing 2023 var haldið um helgina í Pakkhúsinu á Akureyri. Alls voru mættir 19 þingfulltrúar frá aðildarfélögum ÍHÍ ásamt gestum. Dagskrá þingsins var samkvæmt lögum ÍHÍ og því nokkuð hefðbundin. Góðar umræður voru um laga- og reglugerðarbreytingar og önnur störf ÍHÍ síðustu árin. Ólöf Björk Sigurðardóttir fékk afhent gullmerki ÍSÍ fyrir sjálfboðaliðastörf í íþróttahreyfingunni en hún er nú að hefja sitt tuttugasta tímabil sem formaður íshokkídeildar Skautafélags Akureyrar.

Ný stjórn íshokkídeildar

Aðalfundur hokkídeildar var haldin í vikunni þar sem kosin var ný stjórn. Ólöf Björk Sigurðardóttir er áfram formaður stjórnarinnar og fer inn í sitt 20. tímabil sem formaður íshokkídeildar. Auk Ólafar voru kosin í stjórn þau Anna Sonja Ágústsdóttir, Elísabet Ásgrímsdóttir, Ari Gunnar Ólafsson, Benjamín Davíðsson, Ólafur Þorgrímsson, Eiríkur Þórðarson og Sæmundur Leifsson.

SA Jötnar Íslandsmeistarar U16

SA Jötnar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í U16 um helgina þegar úrslitahelgin fór fram. Mikil spenna var fyrir helgina þar sem aðeins þremur stigum munaði á milli Jötna og Víkinga en SA Víkingar unnu báða sína leiki gegn SR og tryggðu sér titilinn en SA Víkingar voru í öðru sæti, SR í þriðja og Fjölnir í fjórða.

Aðalfundur Skautafélags Akureyrar

Boðað er til aðalfundar Skautafélags Akureyrar miðvikudaginn 10. maí kl. 20.00 í fundarherbergi ÍBA í íþróttahöllinni. Venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins.

Aðalfundur íshokkídeildar

Aðalfundur Íshokkídeildar Skautafélags Akureyrar verður haldinn þriðjudaginn 9. maí kl. 18:00 í fundarherbergi ÍBA í íþróttahöllinni.

Aðalfundur Listhlaupadeildar

Aðalfundur Listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar verður haldinn mánudaginn 8. maí kl. 20:00 í fundarherbergi ÍBA í Íþróttahöllinni.

SA Íslandsmeistarar í U14

SA liðin tryggðu sér báða Íslandsmeistaratitlana í síðasta helgarmóti U14 sem fram fór í Skautahöllinni á Akureyri um nýliðna helgi. SA Víkingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í flokki A-liða og urðu SA Jötnar í öðru sæti. SA Garpar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í flokki B-liða. Við óskum þeim öllum til hamingju með titlana og árangurinn í vetur.