Frostmótið um helgina (dagskrá mótsins)

Frostmótið sem er íshokkímót yngstu iðkenndanna verður haldið hjá okkur í Skautahöllinni um helgina. Um 160 börn eru skráð til leiks og verður leikið á laugardag og sunnudag frá kl. 7.45. Dagskrá mótsins má finna hér. Leikið er í 4 flokkum, 5. 6. og 7. flokki ásamt krílaflokki. Við hvetjum alla sem hafa gaman af íshokkí til að mæta í stúkuna og sjá öll glæsilegu börninn okkar að leik.

SA Víkingar - Björninn á laugardag kl. 19.30 í Hertz deild karla

SA Víkingar taka á móti Birninum í annað sinn í vikunni í Hertz-deild karla laugardaginn 2. febrúar kl. 19.30 í Skautahöllinni. Víkingar lögðu Björninn með 4 mörkum á þriðjudag og geta með sigri á laugardag tryggt sér deildarmeistaratitilinn. Björninn hinsvegar er í mikilli baráttu um sæti í úrslitakeppninni svo búast má við svakalegum leik. Við mælum með að mæta snemma í húsið til að missa ekki af inngangsatriði Víkinga og grípa kvöldverðin í húsinu en Lemon verður á svæðinu með besta bitann í bænum. Sjoppan verður einnig opin á sínum stað með kaffi og með því, aðgangseyrir 1000 kr. frítt fyrir 16 ára og yngri.

SA Víkingar - Björninn á þriðjudag kl. 19.30

SA Víkingar taka á móti Birninum í Hertz-deildinni þriðjudaginn 29. janúar kl. 19.30 í Skautahöllinni. Liðin hafa skipt stigunum jafnt á milli sín í innbyrðisleikjum vetrarins og hafa allir leikirnir unnist í framlengingu eða með einu marki svo búast má við hörkuleik. Við mælum með að mæta snemma í húsið til að missa ekki af inngangsatriði Víkinga og grípa kvöldverðin í húsinu en Lemon verður á svæðinu með besta bitann í bænum. Sjoppan verður einnig opin á sínum stað með kaffi og með því, aðgangseyrir 1000 kr. frítt fyrir 16 ára og yngri.

Akureyrar- og Bikarmót 2018.

Riddarar Bikarmeistarar og Garpar Akureyrarmeistarar 2018

Íslenska U-20 liðið í 5. sæti á HM

Íslenska U-20 landsliðið okkar í íshokkí náði 5. sætinu á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Laugardal með sigri á Tapei í síðasta leik sínum á mótinu. Niðurstaðan er nokkur vonbrigðið en þrátt fyrir það þá stóð liðið sig vel og vann liðið alla sína leiki nema einn, en það kom í veg fyrir að liðið myndi keppa til úrslita í mótinu. Tyrkland náði 3. sætinu í mótinu með sigri á Búlgaríu og Kína stóð uppi sem sigurvegari í mótinu með öruggum sigri á Ástralíu í úrslitaleiknum og fer því upp í 2. deild. Okkar maður hann Sigurður Freyr Þorsteinsson fyrirliði liðsins var valinn besti leikmaður íslenska liðsins á mótinu. Annar uppalinn SA leikmaður hann Heiðar Kristveigarsson var valinn besti sóknamaður heimsmeistaramótsins og Axel Orongan var stigahæsti leikmaður íslenska liðsins.

MaggaFinns mótið 2019 um helgina

Heldi manna mót MaggaFinns2019 verðu haldið hátíðlega um helgina í Skautahöllinni á Akureyri. Mótið er til minningar um fyrverandi formann íshokkídeildarinnar til fjölda ára, Magnús Einar Finnsson, en mótið hefur verið einn af hápunktum Oldboys mótanna á Íslandi til fjölda ára. Mótið hófst í gærkvöld með innbyrðisleikjum norðan liðanna en mótið heldur áfram föstudagskvöld frá kl. 21.15 og klárast á laugardag. Dagskrá mótsins má sjá hér að neðan.

Hafþór Andri tekinn við sem yfirþjálfari yngri flokka

Hafþór Andri Sigrúnarson hefur tekið við stöðu yfirþjálfara hjá yngri flokkum íshokkídeildarinnar. Hafþór hefur verið verið yfirþjálfari á ísnum í haust en tekur nú einnig yfir öllu skipulagi líkt og hann gerði á vorönn 2017. Hafþór er ráðin út tímabilið en Sarah Smiley er farin í barneignafrí. Öllum fyrirspurnum skal því héðan í frá beina til Haffa í gegnum facebook eða með tölvupósti á haffisigrunar@gmail.com

Fyrsta innanfélagsmót vetrarmótaraðarinnar á sunnudag

Fyrsta innanfélagsmótið í vetrarmótaröðinni hjá hokkídeildinni hefst núna á sunnudag. Iðkenndur og foreldrar eru beðnir um að kynna sér liðin og mætingar tíma og láta Hafþór Andra vita ef forföll verða með góðum fyrirvara. Hafþór er nú orðinn yfirþjálfari yngri flokka en Sarah er komin í barneignafrí. Liðin og leiktíma má sjá hér.

Árni Grétar Krullumaður ársins 2018

Árni Grétar Árnason var valinn krullumaður ársins.

Silvía Rán í öðru sæti hjá íþróttakonum ársins á Akureyri 2018

Kjöri íþróttamanna Akureyrar var lýst í Hofi í gær við hátíðlega athöfn og var íshokkíkonan Silvía Rán Björgvinsdóttir úr SA í 2. sæti. Silvía bætti þar með enn einni rósinni í hnappagatið hjá sér en þetta eru fimmtu verðlaunin sem hún hlýtur fyrir frammistöðu sína á árinu 2018. Hún var valinn besti sóknarmaður Heimsmeistaramótsins á Spáni, valin íshokkíkona íshokkídeildarinnar, íshokkíkona ársins hjá ÍHÍ, íþróttakona SA og svo núna í 2. sæti í Íþróttakonu Akureyrar. Við óskum Silvíu hjartanlega til hamingju með þessa viðurkenningu.