Reynslan hafði betur

Í gær mættust kvennalið SA, Ásynjur og Ynjur, í sinni sjöttu viðureign á tímabilinu. Fyrir leikinn höfðu Ásynjur eins stigs forystu á Ynjur þannig að baráttan um deildarmeistaratitilinn er hörð. Ásynjur byrjuðu af krafti og skoruðu strax eftir 17 sek þegar Anna Sonja þrumaði pekkinum í markið frá bláu línunni eftir stoðsendingu frá Birnu og Söruh. Ásynjur voru mjög ákveðnar það sem eftir var lotunnar en Ynjur áttu líka sín færi en mörkin urðu ekki fleiri í lotunni. Ásynjur voru betri heilt yfir í lotunni og spiluðu betur saman, meðan sendingar Ynja voru á köflum misheppnaðar og ónákvæmar.

Ásynjur - Ynjur í kvöld kl 19.30

Það verður stórleikur í Hertz-deild kvenna hjá okkur í kvöld þegar toppliðin Ásynjur og Ynjur mætast í Skautahöllinni á Akureyri. Leikurinn hefst kl 19.30 og það er frítt inn. Bæði lið í fantaformi um þessar mundir og unnu bæði stórsigra á liði Reykjavíkur um helgina. Liðin eru í harðri baráttu um deildarmeistaratitilinn og hafa unnið innbyrðisleikina á víxl í vetur svo það má bóka skemmtilegan leik í kvöld. Endilega mætið í stúkuna á þennan leik, við getum lofað pottþéttri skemmtun.

Reykjavík Internation Games, RIG 2018, Listhlaup á skatum

Þessa helgi 26 til 28. janúar fór fram keppni í listhlaupi á skautum á vegum WOW Reykjavík International Games og Skaustasambands Íslands – ÍSS. Að þessu sinni tóku 14 stúlkur frá LSA þátt í mótinu. 9 stúlkur í intercup hópi og 5 stúlkur í hópi ISU keppenda. Þær stóðu sig allar með glæsibrag en 4 þeirra komust á verðlaunapall að þessu sinni.

Ásynjur náðu forystunni aftur

Ynjur voru ekki lengi á toppi deildarinnar þar sem Ásynjur komust aftur á toppinn í kvöld þegar þær lögðu Reykjavíkurliðið að velli 12-0. Leikmenn beggja liða komu ákveðnar til leiks en það voru ekki skoruð mörg mörk í fyrstu lotu. Anna Sonja skoraði fyrsta mark Ásynja eftir rúmar sjö mínútur með stoðsendingu frá Söruh. Undir lok lotunnar skoraði svo Alda Ólína annað mark Ásynja með stoðsendingu frá Söruh og Evu. Staðan eftir fyrstu lotu 2-0.

Ynjur með yfirburði gegn Reykjavík

Ynjur tóku á móti Reykjavík í gærkvöldi, föstudagskvöld, í leik sem fara átti fram á þriðjudagskvöld en var frestað þá vegna veðurs. Upphaflega hafði leikurinn verið settur rétt fyrir jól en verið frestað vegna landsliðsæfinga. Ynjurnar höfuð algjöra yfirburði í leiknum og sigruðu örugglega, 13-2. Þær byrjuðu af krafti og Silvía skoraði án stoðsendingar eftir aðeins 6 sekúntur. Stuttu seinna skoraði Hilma með stoðsendingu frá Sögu og Katrínu og svo Silvía aftur, nú með stoðsendingu frá Teresu. Hún bætti svo sínu þriðja marki við með stoðsendingu frá Gunnborgu og Katrínu áður en Hilma skoraði fimmta mark Ynja. Staðan var orðin 5-0 eftir innan við sex og hálfa mínútu og það var hún enn í lok fyrstu lotu. Ynjur voru þó miklu meira með pökkinn það sem eftir lifði lotunnar án þess að ná að skora.

Frostmótið um helgina (dagskrá og liðskipan SA)

Það verður líf og fjör í Skautahöllinni um helgina þegar Frostmótið fer fram en það er barnamót yngstu aldursflokkanna í íshokkí. Um 160 keppendur eru skráðir til leiks frá SA, SR og Birninum en spilað verður á laugardag frá kl 8.00-19.00 og svo aftur á sunnudag frá kl 7.50-12.50 en í lok móts verður verðlaunaafhending og pítsuveisla fyrir keppendur. Dagskrá mótsins má finna hér og liðskipan hjá SA liðunum hér.

Ynjur - Rvk Í kl 21.30 og Ásynjur - Rvk annað kvöld kl 19.30

Ynjur Skautafélags Akureyrar mæta liði Reykjavíkur í kvöld kl 21.30 í Skautahöllinni á Akureyri. Ynjur eru í mikilli baráttu við Ásynjur um deildarmeistaratitilinn og geta með sigri minnkað forskot Ásynja niður í eitt stig. Ásynjur leika svo við Reykjavík á laugardagskvöld á sama stað en sá leikur hefst kl 19.30. Sjoppan opinn og frítt inn.

Riddarar með „comeback“ eftir 3ja ára fjarveru.

Gimlimótið 2017 hófst í gær.

Úthlutunar athöfn úr Minningarsjóði frestað til laugardags

Úthlutunar athöfn úr Minningarsjóði Magnúsar Einars Finnssonar sem átti að fara fram í dag hefur verið frestað vegna veðurs. Athöfninni er frestað til laugardagsins 27. janúar kl 15.00 í fundarherbergi Skautahallarinanr. Vonandi hefur þessi breyting engin óþægindi í för með sér. Stjórn Minningarsjóðs Magnúsar Einars Finnssonar

Fyrsti leikur U-20 landsliðs Íslands á HM í íshokkí hefst kl 11

Íslenska U-20 landsliðið í íshokkí hefur keppni á Heimsmeistaramótinu í 3. deild núna kl 11 í dag. Leikurinn er í beinni útsendingu hér. Mótið fer fram í Sofia í Búlgaríu en liðið mætir Ástralíu í fyrsta leik.