Ósigur í 2. leik úrslita

Leikur nr. 2 fór fram í Reykjavík á þriðjudagskvöldið.  Leikurinn var jafn frá upphafi til enda og varnarleikurinn í fyrirrúmi hjá báðum liðum.  SA átti fyrsta markið og kom það í 1. lotu, en jöfnunar mark SR kom ekki fyrr en í 3. lotu.  Skömmu síðar komust þeir yfir en við jöfnuðum leikinn aftur í "power play" skömmu fyrir leikslok.

Það voru svo gestgjafarnir sem skoruðu gullmark um miðbik framlengingar og þar með var staðan orðin 2 - 0 í einvíginu og óhætt að segja að við séum komnir með bakið upp við vegg. 

Flís skautabuxur

Ég á  til nokkrar Mondor skautabuxur svartar sem koma niður fyrir skautann.

Ég á líka skautatöskur í nokkrum litum, munstraðar og einlitar og mjúkar skautahlífar sem nauðsynlegt er að hafa á skautunum í töskunum.

 

Allý - allyha@simnet.is / 8955804

Íslandsmótið: Einvígi tveggja liða framundan

Enn vinna Garpar og Mammútar og eru að stinga önnur lið af.

Ósigur í fyrsta leik úrslita

Í gærkvöldi hófst úrslitakeppnin um Íslandsmeistaratitilinn í karlaflokki og er skemmst frá því að segja að gestirnir í Skautafélagi Reykjavíkur báru sigur úr býtum með 6 mörkum gegn 4.  Þeir höfðu leikinn nokkurn veginn í hendi sér frá upphafi til enda á meðan heimamenn voru í raun ekkert annað en áhorfendur og þyrftu helst að gera upp við Ollý og borga aðgangseyri.

Það er þó engum blöðum um að fletta að liðið getur spilað mikið betur og nú þarf að bíta í skjaldarrendur og jafna metin fyrir sunnan á morgun.  2. leikur í úrslitum fer fram í Laugadalnum kl. 20:15 annað kvöld.

Íslandsmótið: 8. umferð

I kvöld, mánudagskvöldið 28. febrúar, fer fram áttunda umferð Íslandsmótsins.

Myndir úr 1. leik í úrslitum

Þá eru komnar myndur úr 1. leik í úrslitum, bara smella hér.

Mondor skautavörur

Hæ hæ

Nú styttist í Vinamót LSA, svo nú er að ath. hvort allir eigi það sem til þarf sokkabuxur, hlífar og þess háttar.

Útsölu lýkur á fimmtudag 3.mars. 

kveðja Rakel 662 5260 Stallatúni 4 íbúð 102

leik lokid- 4:6,,,,, Það verður reynt ad senda leikinn live á netinu í gegnum ustream.com

Leikurinn byrjar kl. 17,00 og slóðina á útsendinguna má finna hér; http://www.ustream.tv/channel/urslit-2010-2011-sa-vs-sr-1-leikur

  það er líka textalýsing á ihi vefnum og mbl.is


Webcam chat at Ustream

Úrslitakeppni í íshokkí karla hefst á morgun

Á morgun, sunnudaginn 27. febrúar, hefst úrslitakeppnin í meistaraflokki karla.  Til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn eftirsótta þarf að vinna þrjá leiki og fyrsti leikurinn fer fram hér á Akureyri kl. 17:00 á morgun.  Víkingar urðu deildarmeistarar á dögunum og tryggðu sér heimaleikjaréttinn í úrslitaeinvíginu en sá réttur getur vegið þungt fari keppnin alla leið í fimm leiki.   

 

Í ár er keppt um þennan titil í 20. sinn, þ.e.a.s. síðan deild með þremur liðum eða fleiri hóf göngu sína veturinn 1991 – 1992.  Á þessum árum hefur Skautafélag Reykjavíkur unnið 5 sinnum og Skautafélag Akureyrar 14 sinnum og því má segja að hefðin sé okkar megin.  Keppnin hefur hins vegar jafnast mikið síðustu ár og ef litið er til síðustu tólf ára, þ.e. síðan SR vann sinn fyrsta titil árið 1999 þá hefur SR unnið 5 sinnum en SA 7.

Margt hefur breyst á þessum árum og má þar fyrst og fremst nefna aðstöðuna, sem nú er til fyrirmyndar hjá öllum félögum þó flestir vildu meiri ístíma.  Geta leikmanna hefur einnig tekið stórstígum framförum á síðustu 20 árum og nú eru liðin farin að tefla fram full skipuðum 20 leikmanna liðum í meistaraflokki og hver staða skipuð íslenskum leikmönnum.  Því má halda fram með gildum rökum að hokkíið hafi jafnvel verið betra í deildinni fyrir 10 árum en það er nú, en t.d. á því herrans ári 2001 voru á annan tug erlendra leikmanna í deildinni og fáir íslenskir leikmenn sem gegndu lykilhlutverkum hjá liðunum.   Nú er hins vegar öldin önnur, mikið framboð er af frambærilegum heimamönnum og öll lið fullskipuð.

Meistaraflokks æfing kl. 20.00 á laugardag.

Það verður æfing milli 20 og 21,30 í kvöld laugardag.   kv...Josh.