SA Víkingar misstigu sig gegn Esju í taugatrilli

SA Víkingar töpuðu tveimur stigum á laugardag þegar Esja mætti í Skautahöllinni á Akureyri og kreysti fram sigur í framlenginu, lokastaðan 5-6.

Haustmótið 2017

LEIKIÐ VERÐUR KL. 18:30 Í KVÖLD

SA Víkingar og Ásynjur með heimaleiki um helgina

SA Víkingar mæta Esju á morgun í Hertz-deild karla, laugardag kl 16.30 í Skautahöllinni á Akureyri. SA Víkingar sitja í efsta sæti deildarinnar með 8 stiga forskot á Björninn sem er í öðru sæti en Esja er í þriðja sæti deildarinnar 10 stigum á eftir Víkingum en hafa spilað tveimur leikjum minna. Ásynjur taka svo á móti RVK kl 19 í Hertz-deild kvenna en Ásynjur eru jafnar Ynjum á toppi deildarinnar með 9 stig en RVK situr á botni deildarinnar án stiga. Mætið í stúkuna á morgun og hvetjið okkar lið til sigurs.

Ynjur snéru leiknum sér í hag

Lið Skautafélags Akureyrar í meistaraflokki kvenna, Ynjur og Ásynjur, mættust í Skautahöllinni í gærkvöldi. Leikurinn var spennandi eins og allir leikir þessara liða, en það voru Ynjurnar, lið yngri leikmannanna, sem fór með sigur af hólmi í þetta sinn.

Ynjur - Ásynjur í kvöld kl 19.30

Ynjur Skautafélags Akurerar mæta Ásynjum Skautafélags Akureyrar í kvöld kl 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri. Síðasti leikur liðanna endaði á furðulegan hátt þegar leik var frestað vegna tæknilegra vandamála þegar tvær lotur höfðu verið spilaðar og Ásynjur leiddu þá leikinn 2-1. Síðar kom í ljós að leiknum yrði ekki haldið áfram og kláraður á öðrum leikdegi heldur myndu úrslitin standa þar sem búið var að spila meira en helming venjulegs leiktíma. Leikir þessarar liða hafa verið gríðarlega spennandi og skemmtilegir í gegnum tíðina svo við hvetjum fólk til þess að mæta á þennan leik.

Haustmótið 2017

Haustmótið heldur áfram í kvöld.

Ekki Krulla í kvöld

Krullutími kvöldsins færður yfir á morgundaginn.

Seinni dagur ÍSS Bikarmóts - Marta María sigraði Junior

Nú er síðari keppnisdegi á Bikarmóti lokið. Marta María Jóhannesdóttir kom sá og sigraði á þessu fyrsta móti sínu í junior flokki. Marta náði fyrsta sætinu örugglega með heildarstig uppá 94,75. Hún skautaði free prógrammið sitt dæmalaust vel í dag og fékk fyrir það 60,80 stig. Í Advance Novice dró Ásdís Arna sig út úr keppni síðari daginn vegna meiðsla en þær Aldís Kara og Rebekka Rós skautuðu afar vel í dag. Aldís Kara landaði öðru sæti með góðu free prógrammi og fékk fyrir það 46,19 , samtals 71,76. Rebekka hafnaði í þriðja sæti í dag, fékk 43,86, heildarstig 70,73. Í flokki basic Novice B hætti Eva Björg keppni en Hugrún Anna skautaði vel, fékk 17,14 stig og hafnaði í 13 sæti. Vegna meiðsla drógu þær Briet Berndsen og Emilía Rós sig úr keppni fyrir mót.

Fyrri keppnisdegi á Birkarmóti ÍSS lokið

Þessa helgi stendur yfir Bikarmót Skautasambands Íslands í Laugardalnum þar sem Listhlaupadeild SA á 16 keppendur að þessu sinni. Nú þegarr fyrri keppnisdegi er lokið hafa unnist tvö gullverðlaun, tvö silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun. Allar LSA stúlkurnar stóðu sig frábærlega í dag eins og venja hefur verið.

Alþjóðlegi hokkístelpudagurinn tókst frábærlega

Alþjóðlegi Stelpuhokkídagurinn sem fram fór síðustu helgi vakti mikla lukku ekki síður erlendis sem hérlendis. Um 45 stelpur á aldrinum 4-15 ára mættu hingað í Skautahöllina til okkar og prufuðu hokkí í fyrsta sinn og aðrar 50 stelpur í félaginu komu einnig og skemmtu sér saman. Það voru settar upp æfingar þar sem stelpurnar æfðu skautatækni, skot, sendingar og vítaskot. Seinna var spilaður leikur við stelpur á landsliði Íslands og svo var fengið sér heit kakó og kleinur í lok dagsins.