Marta María Jóhannsdóttir fulltrúi ÍSS á Ólympíuhátíð Evrópsku æskunnar, e. European Youth Olympic Festival (EYOF

Það gleður okkur að tilkynna að Marta María Jóhannsdóttir hefur verið valin fulltrúi Íslands á Vetrar Evrópuhátíð Ólympíuæskunnar (European Youth Olympic Festival), sem fer fram í Sarajevó, Austur-Sarajevó og Bosníu-Hersegóvínu, dagana 9. - 16. febrúar, 2019.

Alþjóðlegu vetrarleikar barnanna í Lake Placid 2019

Það gleður okkur að tilkynna að tveir fulltrúar frá LSA munu taka þátt í Alþjóða vetrarleikum barna 2019 – International Childrens Winter Games 2019 sem haldnir verða að þessu sinni í Lake Placid í Bandaríkjunum 6. til 11. janúar nk.

Siggi Sig var heiðraður um helgina fyrir leikmannaferil sinn með Skautfélagi Akureyrar

Sigursælasti leikmaður Skautafélags Akureyrar frá upphafi hann Sigurður Sveinn Sigurðsson var heiðraður af félaginu nú um helgina. Vígsla á nýjum risaskjá í Skautahöllinni var notað sem tilefni fyrir heiðrunina og stal senunni í upphafi leiks SA Víkinga og SR í Hertz-deild karla. Þá var treyju númerið hans Sigga fryst af félaginu en það þýðir að enginn leikmaður getur borið treyju númerið 13 í meistaraflokki karla héðan í frá. Til marks um það var fáni með númerinu hans Sigga og nafninu hans hengur upp í Skautahöllinni og var afhjúpaður af börnunum hans Sigga en þau bera öll númerið hans Sigga í yngri flokkum SA. Það kom þó fram í ræðunni að þau ein fái undantekningu frá þessari frystingu.

Jólaball íshokkídeilar (myndir)

Jólaball hokkídeildar var haldið hátíðlegt á sunnudag en þar skemmtu iðkenndur sér saman ásamt þjálfurum og leikmönnum meistaraflokks. Bridget hans Jordans tók myndir af ballinu en þær má finna á heimasíðunni okkar hér.

SA Víkingar á toppnum um jólin

SA Víkingar sigruðu SR 3-0 um helgina og fara inn í jólafríið á toppi deildarinnar. SA Víkingar eru komnir með 19 stig í deildinni en SR fylgja fast á eftir með 17 stig en hafa leikið 3 leikjum meira en Víkingar.

Jóhann Már Íshokkímaður SA 2018

Jóhann Már Leifsson hefur verið valin íshokkíleikmaður ársins hjá Skautafélagi Akureyar árið 2018. Jóhann var einnig valin íshokkímaður ársins hjá Íshokkísambandi Íslands fyrir sama ár. Jóhann Már Leifsson var burðarrás í Íslandsmeistaraliði Víkinga á síðasta keppnistímabili og var ein helsta ástæðan fyrir velgengni Víkinga á síðari hluta tímabilsins í fyrra. Jóhann var einnig í landsliði Íslands á síðasta keppnistímabili.

Silvía Rán Íshokkíkona SA 2018

Silvía Rán Björgvinsdóttir hefur verið valin íshokkíkona ársins hjá Skautafélagi Akureyar árið 2018. Silvía Rán var einnig valin íshokkíkona ársins hjá Íshokkísambandi Íslands. Silvía var einn allra besti leikmaður deildarkeppninnar í fyrra með ungu liði Ynja og hefur haldið uppteknum hætti í vetur með sameiginlegu kvennaliði SA og er stigahæsti leikmaður deildarkeppninnar það sem af er vetri. Silvía spilar einnig með 2. flokki SA og hefur einnig staðið sig vel þar í vetur.

Marta María valin Skautakona ársins á glæsilegri jólasýningu listhlaupadeildar

Marta María Jóhannsdóttir var valin skautakona ársins hjá listhlaupadeild Skautafélags Akureyrar í gærkvöld en hún fékk afhennt verðlaunin í lok jólasýningar deildarinnar. Marta María er vel að titlinum komin en hún varð Íslandsmeistari í Junior flokki nú á dögunum annað árið í röð og setti einnig stigamet í flokknum. Þetta er annað árið í röð sem Marta er valin skautakona ársins og við óskum henni hjartanlega til hamingju með nafnbótina.

Jólasýning listhlaupadeildar í dag kl 17.00

Listhlaupadeild Skautafélgs Akureyrar stendur fyrir hinni árlegu Jólasýningu sunnudaginn 16. des. kl: 17.00. Þar koma allir okkar iðkendur saman með töfrandi sýningu þar en þema sýningarinnar í ár er jólalestin sem kemur við á hinum ýmsu stöðum. Láttu ekki þessa frábæru sýningu fram hjá þér fara, sjón er sögu ríkari.

Marta María og Ísold Fönn Íslandsmeistarar í listhlaupi 2018

Um síðastliðna helgi kláraðist Íslandsmótið í Listhlaupi þar sem Skautafélag Akureyrar vann tvo Íslandsmeistaratitla af þremur en Marta María Jóhannsdóttir vann í Junior annað árið í röð eftir æsispennandi keppni við Aldís Köru Bergsdóttur. Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir vann einnig Íslandsmeistaratitilinn í annað sinn í Advanced Novice með miklum yfirburðum.