SA leikmenn vinsælir í Svíþjóð

Mikið er um að vera hjá SA leikmönnunum okkar erlendis en ekkert lát virðist vera á vinsældum leikmanna Skautafélags Akureyrar á meðal sænskra íshokkíliða því 8 leikmenn frá Skautafélagi Akureyrar spila um þessar mundir með sænskum íshokkíliðum.

Krullumót í kvöld

Gimlimótið 2022

Stúlkurnar okkar stóðu sig vel á Norðurlandamótinu

Norðurlandamótið í listhlaupi í Hørsholm í Danmörku kláraðist núna um helgina. Aldís Kara Bergsdóttir bætti stigamet íslenskra skautara á Norðurlandamóti í Senior flokki en hún náði 119.75 stigum og endaði í 9. sæti en hún fékk 42.09 stig í stutta og 77.66 stig í frjálsa.

Meistaraflokkarnir fara vel af stað í Hertz-deildunum

Íshokkítímabilið fór aftur af stað nú um helgina en meistarflokkar kvenna og karla spiluðu 3 leiki um í Reykjavík og unnust sigrar í þeim öllum. Meistaraflokkur kvenna sigraði SR tvívegis, fyrst 3-1 á föstudagskvöld og svo 13-0 á laugardag. SA Víkingar mættu FJölni í gær og unnu 11-0 sigur.

Aldís Kara Bergsdóttir og Gunnar Aðalgeir Arason íþróttafólk SA 2021

Aldís Kara Bergsdóttir og Gunnar Aðalgeir Arason voru heiðruð nú í vikunni þar sem stund gafst milli stríða í þéttri dagskrá Aldísar Köru um þessar mundir en þau Aldís og Gunnar eru íþróttafólk SA árið 2021. Aldís var valin skautakona ársins hjá listhlaupadeild á dögunum og skautakona ársins hjá Skautasambandi Íslands árið 2021. Gunnar Arason var varinn íshokkímaður íshokkídeildar SA árið 2021. Gunnar og Aldís eru einstaklega vel að þessum titlum komin eru tilnefnd af SA til Íþróttafólks Akureyrar. Við óskum þeim Aldísi og Gunnari hjartanlega til hamingju með þessa nafnbót.

Norðurlandamótið í listhlaupi hófst í dag

Norðurlandamótið í listhlaupi sem fram fer í Hørsholm í Danmörku hófst í dag en við eigum fjórar stúlkur í landsliðshópnum. Freydí Jóna Jing Bergsveinsdóttir og Sædís Heba Guðmundsdóttir hófu keppni í dag í stutta prógraminu í Advanced Novice og stóðu sig báðar með prýði. Síðar í dag mun Júlía Rós Viðarsdóttir skauta stutta prógramið sitt í Junior flokki og Aldís Kara Bergsdóttir hefur svo leik í Senior flokki á laugardag þar sem hún hefur tækifæri á að ná lágmörkum fyrir Heimsmeistaramótið. Streymt er frá mótinu og ýttið hér á hlekkina til að sjá dagskránna og stig. Áfram Ísland.

Söguleg stund þegar Aldís skautaði á EM

Það var söguleg stund þegar Aldís Kara Bergsdóttir steig á ísinn í Tondiraba skautahöllinni í Tallinn í Eistlandi rétt fyrir klukkan 10 í gærmorgun og hóf þar með þátttöku á Evrópumeistaramóti ISU, fyrst íslenskra skautara.

Aldís Kara skautar fyrst Íslendinga á Evrópumótinu á morgun

Aldís Kara Bergsdóttir brýtur blað í sögu skautaíþrótta á morgun þegar hún skautar fyrst Íslendinga á Evrópumóti fullorðinna í listhlaupi sem fram fer í Tallinn í Eistlandi. Aldís er ekki alls ókunnug Tondiraba skautahöllinni í Tallinn því þar skautaði hún einmitt fyrst Íslendinga á Heimeistaramóti unglinga á eftirminnilegan hátt árið 2020. Aldís hefur verið í undirbúningi í Tallinn síðan á mánudag ásamt fylgdarliði sínu og hefur undirbúningurinn gengið vel. Í kvöld verður dregið um keppnisröð og þá kemur í ljós hvar í röðinni Aldís skautar og klukkan hvað en keppnin sjálf hefst kl. 9 í fyrramálið á íslenskum tíma en keppninni verður streymt á youtube rás ISU.

Æfingar í listhlaupi hefjast á ný

Æfingar hjá byrjendum (4. hópur) byrja aftur miðvikudaginn 5. janúar kl. 16:30.