SA Víkingar Íslandsmeistarar 2022

SA Víkingar tryggðu sér í gærkvöld Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí með 9-1 sigri á SR í 4. leik úrslitakeppninnar í Hertz-deild karla sem fram fór á heimavelli SR í Laugardalnum. Frábær endir á góðu tímabili SA Víkinga og 23. Íslandsmeistaratitill Skautafélags Akureyrar í höfn.

Júlía Rós í 20. sæti á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar

Júlía Rós Viðarsdóttir endaði í 20. sæti á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fer fram í Voukatti, Finnlandi. Júlía Rós fékk 115.22 stig sem er hennar besti árangur á alþjóðlegu móti en hún fékk 40.53 stig fyrir stutta prógramið og 74.69 fyrir frjálsa. Við óskum Júlíu og Darju þjálfara til hamingju með þennan árangur og óskum þeim góðrar heimferðar.

3. leikur í úrslitakeppni karla í íshokkí á laugardag

3. leikur í úrslitakeppninni í íshokkí er á laugardag kl. 16:45 í Skautahöllinni. Staðan í einvíginu er 1-1 en þrjá sigra þarf til að tryggja sér íslandsmeistaratitilinn. Miðaverð er 1500 kr. en frítt inn fyrir 16 ára og yngri. Hægt er að tryggja sér miða í forsölu í Stubb. Við hvetjum fólk til þess að mæta í rauðu og litum þannig stúkuna í okkar lit.

Myndir úr SA - SR 1. leik úrslitakeppni 2022

Ljósmyndararnir voru aktívir á leiknum í gær. Myndirnar frá þeim má finna hér í hlekkjunum. Egill Bjarni Friðjónsson Jón Heiðar Rúanrsson

SA Víkingar leiða í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn

SA Víkingar unnu sigur á SR í fyrsta leik úrslitakeppninnar í gærkvöld í frábærum hokkíleik. Leikurinn var frábær skemmtun frá fyrstu mínútu en mikill hraði og barátta var í leiknum. SR náði tveggja marka forystu í leiknum en Heiðar Jóhannsson jafnaði leikinn og staðan 1-2 eftir fyrstu lotu. Ævar Arngrímsson jafnaði leikinn fyrir Víkinga í upphafi annarrar..

Júlía Rós fulltrúi ÍSS á Ólympíumóti Evrópsku æskunnar EYOF 2022

Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fer fram í Voukatti, Finnlandi, var sett í gær, 20.3. Júlía Rós Viðarsðóttir, skautari frá LSA, var valin sem fulltrúi Skautasambands Íslands á þessu móti og í fylgd með þjálfaranum sínum, Dörju Zajcenko, mun keppa fyrir hönd Íslands.

SA Íslandsmeistarar í U14 um helgina

SA varð um helgina Íslandsmeistari í U14 flokki en liðið sigraði alla sína leiki í síðasta helgarmóti tímabilsins sem fram fór í Skautahöllinni á Akureyri. SA vann 10 af 12 leikum sínum í vetur alla gegn SR. Í flokki b-liða urðu SA-Jötnar í 2. sæti á eftir Fjölni en mikil spenna var í flokknum þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í síðasta leik. Við óskum keppendum til hamingju með frábæran árangur í vetur en það verður spennadi að fylgjast með öllum þessum flottu íshokkíkrökkum á komandi árum.

Úrslitakeppnin í íshokkí hefst á þriðjudag

Úrslitakeppnin í Hertz-deild karla í íshokkí hefst næsta þriðjudag 22. mars. SA Víkingar taka þá á móti Skautafélagi Reykjavíkur en SA Víkingar eru deildarmeistarar og byrja því á heimavelli en vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitlinn. Leikurinn á þriðudag hefst kl. 19:30. Miðaverð er 1500 kr. en frítt inn fyrir 16 ára og yngri. Við hvetjum fólk til þess að mæta í rauðu og litum þannig stúkuna í okkar lit. Sjoppan verður opin og pizzusala í stúku svo engin þarf að fara svangur heim. Áfram SA!

Leik kvöldsins aflýst

Fjölnir mætir ekki til leiks í síðasta leik tímabilsins í Hertz-deild karla og SA vinnur leikinn 5-0. Úrsltakeppnin hefst næsta þriðjudag en þá mætir SR í Skautahöllina.

SA vs Fjölnir tvíhöfði í Hertz-deild kvenna um helgina

Kvennalið SA tekur á móti Fjölni um helgina í toppslag Hertz-deildarinnar. Liðin mætast tvívegis - fyrst á laugardag kl: 16:45 og svo aftur á sunnudag kl. 9:45. Liðin eru jöfn að stigum á toppi deildarinnar og því má búast við hörkuleikjum þar sem liðin berjast um heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni. Miðaverð 1000 kr. frítt fyrir 16 ára og yngri og framhaldsskólanemum er boðið frítt á leikinn gegn framvísun skólaskirteinis. Sjoppan selur kaffi og með því í leikhléum. Forsala miða fer fram í miðasölu appinu Stubbur.