Nýtt byrjendanámskeið í listhlaup og íshokkí

Nýtt námskeið í listhlaupi og íshokkí hefst 5. nóvember en námskeiðið stendur yfir í 4 vikur - alls 8 æfingar. Verð 5.000 kr. sem gengur upp í æfingagjöld í vetur ef barnið heldur áfram. Æfingarnar eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 16.30-17.15. Allur búnaður innifalinn - bara mæta 20 mín. fyrir æfingu. Skráning fer fram hjá Söruh Smiley í hokkí hockeysmiley@gmail.com og Vilborg Þórarinsdóttur í listhlaup formadur@listhlaup.is

Víkingar komnir á top Hertz-deildarinnar

SA Víkingar báru sigurorð af Birninum í Hertz-deild karla í gær en úrslitin réðust í framlengingu þar sem Thomas Stuart-Dant skoraði sigurmarkið. SA Víkingar eru þar með búnir að vinna alla þrjá leiki sína í deildinni og eru efstir með 8 stig en SR er í öðru sæti deildarinnar með 6 stig og fjóra leiki spilaða.

Engin Krulla í kvöld

SA Víkingar - Björninn í Hertz-deild karla

SA Víkingar taka á móti Birninum í Hertz-deild karla þriðjudaginn 30. október kl. 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri. SA Víkingar hafa unnið fyrstu tvo leiki sína í deildinni en Björninn hefur tapað báðum sínum leikjum gegn SR naumlega. Aðgangseyrir 1000 kr. og frítt inn fyrir 16 ára og yngri. Samlokur kaffi og með því í sjoppunni en einnig verður hægt að kaupa Víkinga boli á leiknum.

SA með sigur í fyrsta leik Hertz-deildar kvenna

Fyrsti leikur SA í Hertz-deild kvenna fór fram í Laugardalnum í gær þegar liðið bar sigurorð af liði Reykjavíkur. Þetta er í fyrsta sinn sem einungis 2 lið eru á Íslandsmóti kvenna þar sem Ásynjur og Ynjur Skautafélags Akureyrar hafa sameinast og lið Bjarnarins og Skautafélags Reykjavíkur einnig.

SA Víkingar kláruðu Evrópuferðina með sigri á Spánarmeisturunum

SA Víkingar sigruðu Spánarmeistarana í Txuri Urdin 3-2 í lokaleik sínum í Evrópukeppninni og ljúka þar með keppni með 4 sigra úr 6 leikjum og enduðu í 3. sæti riðilsins. Kurbads Riga vann riðilinn með því að leggja úkraínska liðið HC Donbass í frábærum lokaleik með tveimur mörkum gegn einu og fara í undanúrslitin sem fram fara í Lyon í nóvember.

Naumt tap hjá Víkingum gegn HC Donbass – Tuxin Urda á morgun kl. 11.00 (streymi)

SA Víkingar eru búnir að tapa fyrstu tveimur leikjum sínum í 3. umferð Evrópukeppninnar, fyrst gegn Kurbads Riga 9-2 (mörkin úr leiknum) í gær og svo gegn HC Donbass í dag 6-3. Víkingar geta þar með ekki farið í næstu umferð en mæta Txuri Urdin á morgun kl. 11.00 um 3. sætið í riðlinum.

Víkingar mæta HC Donbass kl. 11.00 (streymi)

SA Víkingar mæta HC Donbass í dag kl. 11.00 en streymið má finna á þessari síðu vinstra megin í valmyndinni undir Continental Cup.

Víkingar mæta HC Donbass kl. 11.00 (streymi)

SA Víkingar mæta HC Donbass í dag kl. 11.00 en streymið má finna á þessari síðu vinstra megin í valmyndinni undir Continental Cup.

Mögulega streymi á leik Víkinga í Lettlandi

Leikur Víkinga gegn Kurbads Riga verður sýndur í Lettneska sjónvarpinu svo ekki er alveg öruggt hvort hægt verði að sjá hann en hér er streymið. Leikurinn hefst kl. 16.30.