Jóla DVD - Loksins!

Jæja, loksins er jóla DVD diskurinn tilbúinn!! Þrátt fyrir að talsvert sé liðið frá jólum. Vinnslan tók MUN lengri tíma en við áætluðum, bæði í klippingu og brennslu. En niðurstaðan er engu að síður frábær, veglegur diskur, tekinn á tvær fagmyndavélar, vel klippt með lögum og sögumanni, búið að skipta disknum niður í þætti, þannig að einfalt er að finna tiltekna þætti á disknum.

 Hægt verður að nálgast diskinn hjá Kristínu Þöll í Saumakompunni í gilinu, frá og með mánudeginum 2. júní! Muna að taka 1500 krónur með fyrir disknum.

Tapaðir línuskautar

Eftir skautamaraþonið urðu eftir bleikir línuskautar hérna í skautahöllinni sem einhver hlýtur að sakna sárt. Stelpur, endilega láta vita ef þið vitið um eigandan og hringið í undirritaðan í síma 864 7464.

Kv, Viðar

Æfingabúðir

Þessa dagana er unnið að undirbúiningi æfingabúða sem LSA stendur fyrir í sumar. Hér má lesa frekari upplýsinar.

Krulla Íslendingar á Nýja-Sjálandi að ári?

Heimsmeistaramót 50 ára og eldri fer fram hinum megin á hnettinum í lok apríl 2009.

Hér má lesa skýrslu stjórnar frá liðnum skautavetri.

Aðalfundur LSA 2008

Hér má sjá fundagerð aðalfundar stjórnar Listhlaupadeildar SA

Stjórn krulludeildar endurkjörin

Aðalfundur krulludeildar var haldinn miðvikudaginn 7 maí

Aðalfundur Skautafélagsins

Aðalfundur Skautafélags Akureyrar verður haldin í Skautahöllinni fimmtudagskvöldið 8. maí kl. 20:00.

Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin

Tapað-Fundið

Skautapeysa nr. 10 er í óskilum hjá Allý í síma 895-5804. Fannst eftir skautamaraþonið.

tapað-fundið

Hæ, hæ! Á skautamaraþoninu tapaðist svört tauhlíf utan af skauta í gistiaðsöðu hjá 3 hóp. Endilega athugið hvort þetta hefur villst með í farangri ykkar. Berghildur Þóra sími:461-2033