Ísold sigraði á Tirnava Ice Cup

Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir náði sínum besta árangri til þessa um helgina þegar hún keppti á alþjóðlega listhlaupa mótinu Tirnavia Cup sem fram fór í Slóvakíu og landaði gulli í flokknum Advanced Novice. Ísold fékk 95.87 stig í heildina sem skilaði henni fyrsta sætinu á undan Slóvakíu, Ítalíu og Tékklandi sem voru í næstu sætum. Þetta er besti árangur Ísoldar til þessa og greinilegt að hún kemur sterkari en nokkru sinni tilbaka eftir erfið meiðsli síðasta vetur sem hafa haldið henni frá keppni í tæpt ár.

Nýtt byrjendanámskeið í listhlaup og íshokkí

Nýtt námskeið í listhlaupi og íshokkí hefst 5. nóvember en námskeiðið stendur yfir í 4 vikur - alls 8 æfingar. Verð 5.000 kr. sem gengur upp í æfingagjöld í vetur ef barnið heldur áfram. Æfingarnar eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 16.30-17.15. Allur búnaður innifalinn - bara mæta 20 mín. fyrir æfingu. Skráning fer fram hjá Söruh Smiley í hokkí hockeysmiley@gmail.com og Vilborg Þórarinsdóttur í listhlaup formadur@listhlaup.is