07.10.2017
SA Víkingar unna 5-4 sigur á Birninum í Hertz-deildinni í kvöld eftir ævintýralega endurkomu líkt og þegar sömu lið mætust í fyrsta leik tímabilsins. Björninn náðu 3-0 forystu um miðja fyrstu lotu en SA Víkingar unnu sig hægt og bítandi til baka inn í leikinn og náðu að snúa stöðunni 5-3 forystu í lok annarar lotu áður en Björninn náðu að minnka muninn í eitt mark. SA Víkingar eru því enn á toppi deildarinnar með 15 stig eftir 6 leiki en aðeins Esja geta ógnað Víkingum á toppnum en þeir eiga tvo leiki til góða.
05.10.2017
Alþjóðlegi stelpu hokkídagurinn verður haldinn hátíðlegur í Skautahöllinni á Akureyri sunnudaginn 8. október frá kl 13.00-15.00. Öllum stelpum sem langar að prófa hokkí er boðið frítt inn og fá allann búnað lánaðan á staðnum. Það er venjulegur almenningstími á sama tíma á svellinu og það þarf því að taka fram í afgreiðslunni ef þið viljið prófa hokkí.
05.10.2017
SA Víkingar taka á móti Birninum í Skautahöllinni á Akureyri laugardaginn 7. október og hefst leikurinn kl 16.30. Liðin hafa mæst einu sinni í vetur á heimavelli Bjarnarins en þá höfðu Víkingar betur í stórkostlegum leik. Bæði lið hafa aðeins tapað einum leik í vetur og má búast við mjög spennandi leik. Mætum í stúkuna og styðjum okkar lið, aðgangseyrir 1000 kr. og frítt fyrir 16 ára og yngri.
05.10.2017
Fyrsta Innanfélagsmót hokkídeildar gekk vonum framar en sjaldan hafa verið jafn margir keppendur. Um 110 iðkenndur tóku þátt og þar af voru um 30 sem voru að keppa í fyrsta sinn. Í innanfélagsmótinu eru þrjár deildir þar sem 4 lið taka þátt í I deild fyrir 4. og 5. flokk, fjögur lið í II deild sem er 6. flokkur og svo þrjú lið í III deild sem er fyrir byrjendur og 7. flokk. Næsta innanfélagsmót fer fram helgina 28. og 29. október.
03.10.2017
SA Ásynjur tóku á móti sameiginlegu liði Reykjavíkurfélaganna á laugardag í Skautahöllinni á Akureyri og unnu sannfærandi 6-0 sigur. Nokkuð jafnræði var með liðunum framan af en staðan eftir fyrsta leikhluta var 1-0 fyrir Ásynjum. Munnurinn á liðunum jókst eftir því sem leið á leikinn og Ásynjur sölluðu inn mörkunum í annarri og þriðju lotu og sýndu mátt sinn og megin.
02.10.2017
Í kvöld hefst vertíðin fyrir alvöru.
25.09.2017
Íslandsmeistarar síðasta tímabils, Ynjur Skautafélags Akureyrar, mæta Ásynjum Skautafélags Akureyrar annað kvöld kl 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri. Þetta er fyrsti leikur liðanna síðan þessi lið mætust í úrslitakeppninni á síðasta tímabili í úrslitakeppni sem fæstir hafa gleymt. Mikil eftirvænting er fyrir leikinn en leikir liðanna hafa verið gríðarlega jafnir og spennandi í gegnum tíðina en það verður einnig spennandi að sjá hvernig liðin hafa þróast frá síðasta tímabili. Mætið í Skautahöllina og styðjið ykkar lið! Frítt inn og sjoppan opin.
25.09.2017
SA Víkingar lögðu SR með 11 mörkum gegn 3 í Hertz-deild karla á laugardag. Jussi Sipponen var atkvæðamikill að vanda í liði Víkinga og skoraði 3 mörk í leiknum auk þess að eiga stoðsendingu í öðrum þremur mörkum. Jakob Jóhannesson stóð í marki Víkinga og átti góðann leik en þetta var fyrsti meistaraflokks leikur drengsins sem hann spilar frá byrjun til enda. SA Víkingar náðu með sigrinum efsta sæti deildarinnar en Esja á leik til góða. Hér má sjá myndir úr leiknum frá sem Elvar Pálsson myndaði.
24.09.2017
Krullan byrjar á mánudaginn 25. sept.