8 Stúlkur frá LSA á leið til Ríga í Lettlandi þar sem þær taka þátt í Volvo Cup 2017

Átta stúlkur frá LSA eru á leið til Riga í Lettlandi þar sem þær taka þátt í Volvo Cup 2017. Fimm af stúlkunum eru á leið í Landsliðsferð, en þrjár taka þatt í interclub hluta mótsins.

Ásynjur áttu aldrei möguleika gegn fantagóðum Ynjum

Í gærkvöld, þriðjudagskvöld, fór fram þriðji innbyrðis leikur kvennaliða SA. Áður hafði hvort lið unnið einn sigur og voru jöfn að stigum á toppi deildarinnar þannig að það lið sem færi með sigur af hólmi myndi ekki bara taka forystuna í einvígi liðanna heldur einnig í deildinni. Ynjur fóru með sigur af hólmi og varð leikurinn í raun aldrei eins spennandi og leikir þessara liða eru þó yfirleitt. Ásynjur byrjuðu þó af krafti en tókst ekki að skora. Það gerði hins vegar Berglind Rós Leifsdóttir og kom Ynjum yfir þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af fyrstu lotu.

Ásynjur mæta Ynjum í toppslagnum í kvöld

Ásynjur Skautafélags Akurerar mæta Ynjum Skautafélags Akureyrar í Hertz-deild kvenna í kvöld kl 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri. Liðin eru jöfn á toppi deildarinnar bæði með 12 stig og hafa unnið sitthvorn leikinn í innbyrðis viðureignum liðanna í vetur. Leikir þessarar liða hafa verið gríðarlega spennandi og skemmtilegir í gegnum tíðina svo við hvetjum fólk til þess að mæta á þennan leik.

Haustmótið 2017

Haustmótið kláraðist sl. mánudag

Bikarmót Magga Finns 2017

Bikarmót og Akureyrarmót saman í einu móti.

Ynjur með yfirburði gegn Reykjavík

Ynjur lögðu land undir fót í gær þegar þær sóttu heim sameinað lið SR og Bjarnarins í Laugardalnum. Þær höfðu töglin og hagldirnar allan leikinn og komu heim með þrjú stig eftir 12-2 sigur.

Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir setti nýtt met á sínu fyrsta móti í Advanced Novice

Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir setti nýtt samanlagt met á sínu fyrsta móti í Advanced Novice og bætti hún fyrra metið sem sett var í byrjun árs 2015 um 0,40 stig.

SA stelpur stóðu sig vel á Kristalsmótinu í Egilshöll

7 keppedur frá LSA tóku þátt á Kristalsmótinu um helgina.

SA Víkingar misstigu sig gegn Esju í taugatrilli

SA Víkingar töpuðu tveimur stigum á laugardag þegar Esja mætti í Skautahöllinni á Akureyri og kreysti fram sigur í framlenginu, lokastaðan 5-6.

Haustmótið 2017

LEIKIÐ VERÐUR KL. 18:30 Í KVÖLD