Ynjur - Ásynjur í kvöld kl 19.30

Ynjur mæta Ásynjum í kvöld kl 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri í toppslag Hertz-deildarinnar. Liðin eru jöfn að stigum á toppi deildarinnar en Ynjur eiga þó leik til góða. Ynjur hafa farið með sigur af hólmi í síðustu tveimur viðureignum liðanna svo Ásynjur munu eflaust mæta dýrvitlausar til leiks í kvöld. Fjölmennum í stúkuna og hvetjum okkar lið til sigurs. Frítt inn á leikinn.

Bikarmót Magga Finns og Akureyrarmót 2017

Í kvöld ræðst hverjir verða Bikarmeistrara Magga Finns 2017

Íslandsmót ÍSS í listhlaupi í Skautahöllinni um helgina

Íslandsmót ÍSS í listhlaupi verður haldið nú um helgina hjá okkur í Skautahöllinni á Akureyri. Vegna slæmrar færðar milli landshluta hefur mótinu verið ýtt aftur svo það byrjar kl 15 á laugardag með opnum æfingum en keppnin sjálf hefst svo kl 17.00 og stendur yfir fram á kvöld. Mótið heldur svo áfram á sunnudag en keppnislok eru áætluð um kl 14 á sunnudag. Hér fyrir neðan má sjá dagskrá mótsins í heild sinni. Endilega mætið í stúkuna og sjáið færustu skautara landsins sýna listir sínar.

Breyttur æfingatími - Mótið í kvöld byrjar kl. 20:00

Æfingar milli kl. 19:20 og 22:30

Bikarmót Magga Finns og Akureyrarmót 2017

Tveir fyrir einn

SA Víkingar héldu hreinu gegn Birninum

SA Víkingar tóku á móti Birninum í gærkvöld á heimavelli og áttu skínandi leik sem endaði með 6-0 sigri Víkinga. Svíinn Timothy noting byrjaði sinn fyrsta leik í marki Víkinga og hélt marki sínu hreinu og átti fjölmargar stórbrotnar markvörslur. Með sigrinum bættu SA Víkingar við forystu sína á toppi deildarinnar og eru nú með 4 stiga forskot á Esju sem er í öðru sætinu og 11 stig á Björninn sem er í því þriðja.

SA Víkingar taka á móti Birninum annað kvöld kl 19.30

SA Víkingar taka á móti Birninum annað kvöld, þriðjudaginn 14. nóvember kl 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri. SA Víkingar eru á toppi deildarinn með 24 stig en Björninn er í þriðja sæti með 16 stig. Aðgangseyrir 1000 kr. frítt inn fyrir 16 ára og yngri. Mætum í stúkuna og styðjum okkar lið til sigurs.

Ekki keppt í kvöld

Tveir hópar í kynningu

4.flokksmót Akureyri, íslandsmót.

Á laugardag og sunnudag verður haldið 4.fl. mót í Skautahöllinni á Akureyri og eigum við von á stórskemmtilegu móti þar sem allir eru velkomnir til að fylgjast með börnunum sínum. til að sjá dagskrána smelltu þá á >

Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir stendur þriðja á móti í Austurríki að loknu stutta prógramminu

Ísold Fönn heldur áfram að standa sig vel. Hún stendur þriðja á móti í Austurríki að loknu stutta prógramminu.