Íshokkífólk ársins 2009

Íshokkísamband Íslands hefur nú staðið fyrir hinu árlega vali á íshokkímanni og konu ársins.  Að þessu sinni urðu fyrir valinu Egill Þormóðsson og Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir.  Bæði eru þau mjög vel að þessari viðurkenningu komin, góðir íþróttamenn og burðarásar í sínum liðum.  Agli og Steinunni og ferli þeirra eru gerð góð skil á heimasíðu ÍHÍ og hér á eftir fylgir sú umfjöllun (með góðfúslegu bessaleyfi)

 

Áramótamótið 2009

Krullufólk ! Takið frá mánudagskvöldið 28. desember en þá verður hið árlega áramótamót krulludeildar. Nánari dagskrá auglýst síðar.

Skráning í keppnisferð hjá 5-6-7 flokk

Þá er komið að skráningu í seinni keppnisferðin fyrir 5-6-7 flokk.  Keppnisferðin verður 22-24 janúar 2009.  Skráningu lýkur 22 desember.  Allir sem æfa í 5-6-7 flokk og hjá byrjendum geta farið í ferðina.

Orðsending frá Mammútum

Mammútar vilja þakka öllum þeim sem studdu við liðið með fjárframlagi, þjónustu, afsláttum, hvatningu og með öðrum hætti sem gerði þátttökuna á Evrópumótinu í krullu mögulega. Eftirtaldir fá okkar bestu þakkir:

Vantar mótstjóra eftir áramót

Deildinni vantar mótstjóra eftir áramót vegna forfalla. Eftir áramót verða þrjú mót eitt ÍSS mót (A&B) eitt vinamót (C) og eitt Akureyrarmót (A,B og C). Gamli mótstjórinn verður hinum nýja innan handar. Skemmtilegt starf með börnunum, endilega hafið samband við hildajana@gmail.com hafir þú áhuga.

Æfingar fram að jólasýningu

Hér er að finna plan yfir breyttar æfingar fram að jólasýningu

Einstaklingsmótið

Næst síðasti leikdagur einstaklingsmótsins var leikinn á mánudagskvöldið. Síðasti leikdagur er miðvikudagur 16.des. Staðan eins og hún er fyrir síðasta leikdag er þessi:

Frí á morgun

Á morgun verður hvorki morgunæfing né afístími í Laugargötu. Áherslan verður þessa vikuna á jólasýninguna, minni á að æfingaplan fyrir jólafríið er komið.

Tölvupóstur

Ef einhver fær ekki tölvupósta frá deildinni og vill fá þá, má sá hinn sami hafa samband við hildajana@gmail.com til þess að bæta viðkomandi við listann. Í einhverjum tilfellum höfum við verið að fá meldingar um að netföng séu ekki rétt skráð hjá okkur.

Skráning á RIG

Reykjavík International verður haldið í Skautahöllinni í Laugardal 15-17. janúar (sjá www.rig.is). Allir A flokkar hafa kost á því að keppa á mótinu auk eldri B iðkenda í Novice, Junior og Senior. Skráning þarf að berast fyrir morgundaginn á hildajana@gmail.com Ekki verður farið í sérstaka keppnisferð á vegum félagsins á þetta mót.
Þátttökugjald: Þátttökugjald er kr. 3.500.- fyrir 1 prógram, og kr. 5.500.- fyrir 2 prógröm. Þáttökugjald skal greiðast á skráningardag, þriðjudaginn 15. desember 2009. Þátttökugjald greiðist inn á reikning : 0528-26-7001 kennitala : 410897-2029.Vinsamlega sendið afrit með nafni og kennitölu skautara á gjaldkeri@skautafelag.is og rig@skautafelag.is

Afsakið hvað þessi tilkynning kemur seint.