Karfan er tóm.
Að venju verður jólahokkí kl. 12:00 í dag í Skautahöllinni. Frá örófi alda hafa menn komið saman á aðfangadag og spilað hokkí í hátíðarskapi og búið til gott pláss fyrir jólasteikina. Á þessum degi koma sama hokkímenn sem hér eru staddir á jólunum og oftar en ekki verður útkoman skemmtilegasta hokkí ársins.
Ég á til skautabuxur í stærð x-small, small, medium og x-large., 2 skautatöskur á ég líka í bláu og svörtu tilvalið í jólapakkan handa skautabarninu, passa líka fyrir skíðaskóna.. Mustraðar töskur eru væntanlegar um miðjan janúar.
Allý / 8955804 - allyha@simnet.is
Minni á Arena Dansverslun sem ég hef umboð fyrir og er með lager hér á Akureyri.
Mikið af fallegri vöru fyrir skautara. Einnig til ýmiskonar annar fatnaður á frábæru verði.
Tilvalið í óvæntan pakka eða afmælisgjöf.
Ef þið hafið hug á að panta skautakjóla eða annað sem ekki er til hjá Arena núna, þarf ég að fá staðfestingu á því fyrir 16.janúar.
Er að fá sendingu á morgun sem m.a. inniheldur hnéhlífar.
Uppl. Rakel s. 4623146 / 6625260
Þá fer að styttast í árlegu jólahátíðina okkar :)
Að þessu sinni samanstendur hátíðin af 2 sýningum, sýningu yngri iðkenda, Hnotubrjótnum og sýningu eldri iðkenda,Töfraheim jólanna. Hátíðin verður haldin sunnudaginn 20. desember kl. 17:30. Iðkendur hafa síðustu vikur unnið hörðum höndum að undirbúningi sýninganna allt frá þeim yngstu upp í þá elstu. Búningaupplýsingar undir lesa meira.