Vormót Hokkídeildar - Deild I

Mynd: Ásgrímur Ágústsson (2013)
Mynd: Ásgrímur Ágústsson (2013)


Vormótið í íshokkí verður spilað í tveimur deildum á þriðjudögum og fimmtudögum í maí. Hér eru upplýsingar um Deild I.

Þátttökugjaldið er 4.000 krónur (500 króna systkinaafsláttur), greiðist í fyrsta tíma. Mikilvægt er að leikmenn mæti í alla sína leiki. Ef forföll verða þurfa leikmenn að finna aðra í sinn stað eða láta Jón vita tímanlega ef það tekst ekki - sms í 616-7412 eða tölvupóst á jongislason14@hotmail.com

Þátttakendum hefur verið skipt í fjögur lið (pdf-skjal), Fjólubláu ernirnir, Gulu Ljónin, Hákarlarnir og Jötnar. Liðin fjögur spila tvöfalda umferð, allir við alla. Leikirnir eru 3x20 mínútur og er spilað 5 á 5. Fyrir sigur eru tvö stig, en eitt stig fyrir jafntefli. Deildinni lýkur svo með undanúrslitaleikjum (1v4 og 2v3) þriðjudaginn 13. maí og úrslitaleikjum og verðlaunaafhendingu fimmtudaginn 15. maí.

Æfingar verða sunnudaginn 4. maí kl 11.05-11.50, mánudaginn 5. maí kl. 19.05-20.00, mánudaginn 12 maí kl. 20.05-21.00.