Vorhátíð foreldrafélags hokkídeildar

Staður: Hamrar, ( hjá Tjaldsvæði Ak, rétt við Kjarnaskóg)

Stund: 1 mai, frá kl 13:30 til kl 15

Hverjum er boðið öllum yngri flokkum sem eru að æfa íshokkí hjá SA

JÆJA, þá er komið að vorhátíðinni hjá Foreldrafélagi Hokkídeildar SA.

Slúttið verður upp á Hömrum 1 mai kl 13.30  til ca 15:00  Þessi tímasetning er valin þannig að þeir sem vilja taka þátt í 1 mai hlaupinu ná að gera það og eins að þeir sem ætla að horfa á leikinn hjá FH –Akureyri hafa nógan tíma til að koma sér í höllina.  Ég vona bara innilega að það sé ekkert annað sem við þurfum að taka tillit til J

Veðurspáin þennan ágæta sunnudag er hægur sunnan andvari og +16°C, þannig að við treystum á að veðurfræðingar spái rétt.

Gott er að krakkarnir hafi með sér aukafatnað og handklæði, þar sem við munum sulla ef veðurspáin rætist.

Ath  foreldrar og systkyni eru velkominn.

Þjálfararnir okkar elskulegu sem hafa verið með krökkunum í vetur ætla að vera með leiki.

Það verður uppblásinn bardagahringur á svæðinu.

Stefnan er að hafa andlitsmálun ef við finnum einhvern sem kann- ef þið vitið um einhvern sem kann eða getur tekið þetta að sér    þá endilega látið mig vita.

Við stefnum að smá keppni í „sliding“ eða upp á okkar ástkæra ilhýra „rennslisprófun“, ath bara ef veðrið verður gott.

Síðan verður kemur í ljós hvort  eitthvað meira verði um að vera.

Við munum afhenda myndir til allra af hverjum hóp/flokk þannig að allir munu eiga eitthvað áþreifanlegt til minningar um veturinn.  Passið bara  upp á að myndirnar blotni ekki.

Að sjálfsögðu munum við hafa eitthvað að borða:

Við munum grilla pylsur þannig að allir geta fengið sér pylsu með öllu.

Kristjánsbakarí sem hefur stutt dyggilega við bakið á okkur í vetur gefur pylsubrauðin en þeir hafa gefið okkur allt samlokubrauð í vetur- við þökkum þeim kærlega fyrir stuðninginn.

Vífilfell gefur gosið og þökkum við þeim fyrir það.

Foreldrafélagið þakkar svo kærlega fyrir veturinn og minnir á að næsta haust hefst nýtt tímabil og þá vantar fólk í stjórn foreldrafélagsins þannig að það er um að gera að venjast tilhugsuninni og byrja að plana félagslífið sem fylgir óneytanlega stjórnarsetunni.  Ég er t.d. búin að kynnast  yfir 100 nýjum krökkum sem ég þekkti ekki neitt og þá sennilega 200 foreldrum og svo öllum hinum sem eru ekki foreldrar eða krakkar en eru inn í höll að æfa.  Bara gaman og skemmtilegt.

 

Sjáumst með góðaskapið upp á  Hömrum á sunndudaginn.