Viðburðarík helgi að baki

Jæja, þá er þessi stór-hokkí-helgi að baki og hvunndagurinn tekur nú við. Fyrsta 3.fl. mótið var haldið hér á Akureyri og tókst að ég held með ágætum. Segja má að Björninn hafi komið séð og sigrað, með sigra í öllum leikjum, en SA drengir voru heldur lánlausir og töpuðu öllum sínum )O:   SA þakkar SR og Bjarnardrengjum fyrir komuna, og hlakkar til að mæta þeim aftur að 4 vikum liðnum og þá í Egilshöll.     Einnig voru spilaðir tveir leikir í mfl. á milli Narfans og SA og fór sá fyrri 0 - 22 fyrir SA og sá seinni 14 - 2 fyrir sömu.    Ekki má heldur gleyma sjónvarpsleiknum í gær sem sýndur var beint úr Egilshöll. Þetta var afar skemmtilegur og spennandi leikur og íþróttinni til mikils sóma og góð kynning. Bestu þakkir til allra sem gerðu þennan viðburð mögulegan.

Til glöggvunar þá er hér staða Íslandsmótsins í meistaraflokki karla, fengin að láni af vef SR.

Lið  Leikir Stig
SA 6 15
SR 6 12
Björninn 5 9
Narfi 7 0