Úrslits Vinamóts SA

Í dag lauk Vinamóti SA í skautahöllinni á Akureyri, keppt var á laugardegi og sunnudegi og eru úrslitin eftirfarandi;

8 ára og yngri C:

Glódís Ylja Hilmarsdóttir hreppti gullið, Ragna Baldursdóttir fékk silfur og Alda Guðný Pálsdóttir vann sér inn brons allar koma þær frá Skautafélaginu Birninum.

Einnig eru veitt heiðursverðlaun dómara í þessum flokki og þau fengu Birgitta Rún Steingrímsdóttir frá Skautafélagi Akureyrar fyrir Grunnskautun, Hildur Hilmarsdóttir frá Skautafélaginu Birninum fyrir Framkvæmd og túlkun og Tanja Guðlaugsdóttir frá Skautafélaginu Birninum fyrir stökk.

10 ára og yngri C:

Ingibjörg Elísa Jónatansdóttir frá Skautafélagi Reykjavíkur hlaut fyrsta sæti, Birta Karen Tryggvadóttir frá Skautafélaginu Birninum hlaut annað sætið og Helga Lena Garðarsdóttir frá Skautafélagi Reykjavíkur lenti í því þriðja.

Einnig eru veitt heiðursverðlaun dómara í þessum hóp líkt og í 8 ára og yngri C og þau hrepptu, Þórunn Glódís Gunnarsdóttir frá Skautafélagi Birninum fyrir Píróettur, Hulda Berdsen Ingvadóttir frá Skautafélagi Birninum fyrir Framkvæmd og túlkun, María Agnesardóttir frá Skautafélagi Birninum fyrir stökk og Þórhalla Sigurðardóttir frá Skautafélagi Reykjavíkur fyrir Tengingar.

12 ára og yngri C:

Selma Farajsdóttir Shwaiki frá Skautafélagi Reykjavíkur hlaut gullið, Harpa Lind Hjálmarsdóttir frá Skautafélagi Akureyrar hreppti annað sæti og Alda María Helgadóttir frá skautafélagi Reykjavíkur fékk bronsið.

Novice C:

Daníela Jóna Gísladóttir frá Skautafélagi Akureyrar hlaut gullið, Margrét Guðbrandsdóttir frá Skautafélagi Akureyrar hlaut silfrið og Soffía Gunnarsdóttir frá Skautafélagi Reykjavíkur fékk brons.

Junior C:

Úndína Ósk Gísladóttir frá Skatafélaginu Birninum lenti í fyrsta sæti, Halldóra Hlíf Hjaltadóttir frá Skautafélagi Akureyrar lenti í öðru sæti og Hulda Líf Harðardóttir frá Skautafélagi Reykjavíkur lenti í því þriðja.

Senior C:

Elísabet Soffía Bender frá Skautafélaginu Birninum hreppti gullið og Berglind Grímsdóttir hlaut Silfrið.

 

viljum við þakka öllum keppendum fyrir frábæran árangur og skemmtilegt mót.