Upplýsingar varðandi Frostmót hjá 3. yngri og 3. eldri!

Hér er að finna upplýsingabréf vegna Frostmótsins sem fram fer á sunnudagsmorgun milli 9 og 13 hjá iðkendum í 3. yngri og 3. eldri sem keppa í C flokkum. Þetta bréf fá iðkendur afhent í dag á æfingu.

 

Kæru foreldrar og iðkendur 3. hóps yngri og 3. hóps eldri!

Nú er komið að fyrsta mótið vetrarins hjá iðkendunum. Mótið heitir Frostmót og á því móti keppa aðeins keppendur í C keppnisflokkum. Mótið hefst stundvíslega kl. 9 á sunnudagsmorguninn 2. des. og lýkur upp úr hádegi.

Þetta mót er hugsað sem undirbúningsmót og eru þar margir að keppa í fyrsta skiptið. Ýmsar upplýsingar varðandi mót og undirbúning var að finna í fréttabréfi sem iðkendur fengu með sér heim fyrir rúmum 2 vikum. Þetta fréttabréf er hægt að nálgast á heimsíðu listhlaupadeildar (sasport.is undir skoða fleiri fréttir). Gott er að kíkja yfir það fréttabréf aftur.

Allir keppendur skulu mæta stundvíslega kl. 08:30 á sunnudagsmorguninn 2. des. og hitta þar Helgu þjálfara sem gefur þeim frekari upplýsingar og hjálpar þeim við upphitun fyrir mótið.

Mjög mikilvægt er að allir mæti í keppniskjólunum og sokkabuxum (stelpur) eða keppnisfötunum (strákar) með hárið vel greitt á keppnismorguninn. Mæta skal í góðum íþróttaskóm og í hlýrri hettulausri peysu sem er nokkuð þröng. Stelpur skulu vera með hárið sett upp í hnút ef hægt er og toppinn spenntan upp eða spreijaðann. Varist að setja mikið skraut í hárið þar sem það getur dottið af meðan skautað er og skapað slysahættu.

Iðkendur munu draga keppnisröð eftir æfingu miðvikudaginn 28. nóvember og verður keppnisröðin birt á heimsíðunni og jafnframt hengd upp á korktöflu í Skautahöllinni og geta allir kíkt á það á næstu æfingu.

Á síðustu æfingu fyrir mót á laugardag væri gott ef iðkendur gætu mætt í keppniskjólum/fötum eins og væri keppni. Á æfingunni verður eins konar "generalprufa" fyrir mótið.

Að lokum viljum við vekja athygli á að foreldrafélag listhlaupadeildar verður með kaffi og kaffibrauð til sölu svo og skautabangsa og rósir til að henda út á svellið eftir að iðkandi hefur skautað.

Vonumst til að sjá sem flesta á mótinu ☺



Kær kveðja,
Helga þjálfari og stjórn